Ástralir ánægðastir ferðamanna með Íslandsdvölina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:50 Ferðamenn við Geysi í Haukadal fyrr í sumar. vísir/vilhelm Ferðamannapúlsinn í júnímánuði mældist hæstur meðal Ástrala eða 89,2 stig af 100 stigum mögulegum. Þar á eftir komu Kanadabúar með 85,4 stig en púlsinn mælist lægstur á meðal breskra ferðamanna eða 80,6 stig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallup sem kannar Ferðamannapúlsinn. Í heildina mældist púlsinn 83,4 stig í júní sem er 1,7 stigum hærra en á sama tíma í fyrra. „Ferðamannapúlsinn er metinn út frá fimm undirþáttum: heildaránægju með ferðina, líkum á að mæla með Íslandi sem áfangastað, skynjun á gestrisni Íslendinga, hvort að ferðin hafi uppfyllt væntingar og hvort að ferðin hafi verið peninganna virði. Líkur á meðmælum er sá þáttur sem mældist hæstur í júní, eða 89,2 stig af 100 mögulegum á mat ferðamanna á hvort ferðin hafi verið peninganna virði var sá þáttur sem mældist lægstur, eða 78,2 stig af 100 mögulegum,“ segir í tilkynningu Gallup. Samhliða því sem Ferðamannapúlsinn er mældur er hinum ýmsu gögnum um venjur ferðamanna hér á landi safnað. Eitt af því sem breytist yfir sumarmánuðina er að ferðamenn dvelja lengur á landinu. „Til að mynda jókst hlutfall ferðamanna sem dvöldu í fimm nætur eða lengur úr 55% í 65% milli mánaða, en þess má geta að ferðamenn sem gista í fimm nætur eða lengur eru almennt ánægðari heldur en þeir sem gista í fjórar nætur eða skemur,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu jókst milli ára Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 8,6% árið 2017. Var 8,1% árið 2016 og 6,2% árið 2015. 22. júlí 2018 20:21 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Ferðamannapúlsinn í júnímánuði mældist hæstur meðal Ástrala eða 89,2 stig af 100 stigum mögulegum. Þar á eftir komu Kanadabúar með 85,4 stig en púlsinn mælist lægstur á meðal breskra ferðamanna eða 80,6 stig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallup sem kannar Ferðamannapúlsinn. Í heildina mældist púlsinn 83,4 stig í júní sem er 1,7 stigum hærra en á sama tíma í fyrra. „Ferðamannapúlsinn er metinn út frá fimm undirþáttum: heildaránægju með ferðina, líkum á að mæla með Íslandi sem áfangastað, skynjun á gestrisni Íslendinga, hvort að ferðin hafi uppfyllt væntingar og hvort að ferðin hafi verið peninganna virði. Líkur á meðmælum er sá þáttur sem mældist hæstur í júní, eða 89,2 stig af 100 mögulegum á mat ferðamanna á hvort ferðin hafi verið peninganna virði var sá þáttur sem mældist lægstur, eða 78,2 stig af 100 mögulegum,“ segir í tilkynningu Gallup. Samhliða því sem Ferðamannapúlsinn er mældur er hinum ýmsu gögnum um venjur ferðamanna hér á landi safnað. Eitt af því sem breytist yfir sumarmánuðina er að ferðamenn dvelja lengur á landinu. „Til að mynda jókst hlutfall ferðamanna sem dvöldu í fimm nætur eða lengur úr 55% í 65% milli mánaða, en þess má geta að ferðamenn sem gista í fimm nætur eða lengur eru almennt ánægðari heldur en þeir sem gista í fjórar nætur eða skemur,“ segir í tilkynningunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu jókst milli ára Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 8,6% árið 2017. Var 8,1% árið 2016 og 6,2% árið 2015. 22. júlí 2018 20:21 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu jókst milli ára Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 8,6% árið 2017. Var 8,1% árið 2016 og 6,2% árið 2015. 22. júlí 2018 20:21
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00
Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00