Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2018 08:00 Mynd: SVFR Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum voru birtar á vefnum hjá Landssambandi veiðifélaga og sem fyrr er eings og árnar á vesturlandi séu þær einu af sjálfbæru ánum sem eru að eiga ágætt sumar. Þverá og Kjarrá eru efstar á listanum en samtals hafa veiðst 1.817 laxar þar á bæ og það er alveg ljóst að ekki bara fer áin yfir 2.000 laxa helduyr á hún eftir að fara yfir veiði síðasta sumars líka en þá veiddust 2.060 laxar í ánni. Veiðin í báðum Rangánum er að lifna við og þar eru að veiðast 50-60 laxar á dag og það er góður gangur í göngunum að sögn veiðimanna og staðarhaldara en það stefnir svo sem ekki í neitt með að manni sýnist nema þá að EYstri áin gæti og fer líklega yfir veiðina í fyrra. Svo er annað að sjá norðurland. Miðfjarðará er ekki ennþá búin að fá þann skammt af smálaxagöngum sem hún er vön að fá. Veiðin þar er engu að síður alveg ágæt en þar hafa veiðst 1.058 laxar á 10 stangir og það er nóg eftir af tímabilinu. Topp fimm árnar eru: 1. Þverá og Kjarrá 1.817 laxar 2. Norðurá 1.231 lax 3. Ytri Rangá 1.114 laxar 4. Eystri Rangá 1.070 laxar 5. Miðfjarðará 1.058 laxar Mest lesið Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Mögnuð opnun í Litluá Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði 100 sentímetra lax í Breiðdalsá Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði
Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum voru birtar á vefnum hjá Landssambandi veiðifélaga og sem fyrr er eings og árnar á vesturlandi séu þær einu af sjálfbæru ánum sem eru að eiga ágætt sumar. Þverá og Kjarrá eru efstar á listanum en samtals hafa veiðst 1.817 laxar þar á bæ og það er alveg ljóst að ekki bara fer áin yfir 2.000 laxa helduyr á hún eftir að fara yfir veiði síðasta sumars líka en þá veiddust 2.060 laxar í ánni. Veiðin í báðum Rangánum er að lifna við og þar eru að veiðast 50-60 laxar á dag og það er góður gangur í göngunum að sögn veiðimanna og staðarhaldara en það stefnir svo sem ekki í neitt með að manni sýnist nema þá að EYstri áin gæti og fer líklega yfir veiðina í fyrra. Svo er annað að sjá norðurland. Miðfjarðará er ekki ennþá búin að fá þann skammt af smálaxagöngum sem hún er vön að fá. Veiðin þar er engu að síður alveg ágæt en þar hafa veiðst 1.058 laxar á 10 stangir og það er nóg eftir af tímabilinu. Topp fimm árnar eru: 1. Þverá og Kjarrá 1.817 laxar 2. Norðurá 1.231 lax 3. Ytri Rangá 1.114 laxar 4. Eystri Rangá 1.070 laxar 5. Miðfjarðará 1.058 laxar
Mest lesið Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Mögnuð opnun í Litluá Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði 100 sentímetra lax í Breiðdalsá Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði