Segir kærur vegna ólöglegrar vinnu barna og ungmenna daga uppi hjá lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2018 19:15 Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins Skáskot/Stöð 2 Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust. Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust.
Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54