Sagðir hafa skáldað sögu um gullskip til að selja rafmynt Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 17:49 Shinil Group segir að til standi að ná skipinu upp á yfirborðið á næstu mánuðum. Vísri/EPA Margt bendir til þess að brögð hafi verið í tafli þegar fyrirtæki í Suður-Kóreu sagðist hafa fundið skipsflak með allt að 200 tonnum af gulli innanborðs. Fyrirtækið, Shinil Group, segist hafa borið kennsl á flak rússneska beitiskipsins Dmitri Donskoi sem sökk í Japanshaf fyrir rúmri öld. Í tilkynningunni segir að um borð geti verið allt að 200 tonn af gullpeningum. Skipið sé á rúmlega 400 metra dýpi og unnið sé að því að reyna að bjarga farminum. Hann myndi í dag vera metinn á meira en þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Það er um það bil sama upphæð og eignir Jeff Bezos, ríkasta manns heims, eru metnar á. Shinil Group er ekki á hlutabréfamarkaði en á hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel, sem er skráð í kauphöllinni í Seúl. Eins og gefur að skilja leiddu þessar fréttir til þess að verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi í fyrstu. Það er nú hins vegar í frjálsu falli eftir að yfirvöld í Suður-Kóreu hófu rannsókn á því hvort gullfundurinn hafi verið uppspuni til hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Fyrir utan hlutabréfin hefur fyrirtækið verið að selja rafmynt sem það setti nýlega á markað. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem þetta sama skip er notað til að vekja áhuga fjárfesta. Árið 2003 sagðist annað fyrirtæki hafa fundið flakið og safnaði töluverðu hlutafé áður en allt rann út í sandinn. Talsmaður Shinil Group hefur boðað til blaðamannafundar á morgun til að hrekja ásakanir gegn fyrirtækinu. Það furðulegasta við þetta mál er að enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa drekkhlaðið beitiskip af gulli rétt fyrir orrustu við japanska sjóherinn. Viðskipti Tengdar fréttir Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Margt bendir til þess að brögð hafi verið í tafli þegar fyrirtæki í Suður-Kóreu sagðist hafa fundið skipsflak með allt að 200 tonnum af gulli innanborðs. Fyrirtækið, Shinil Group, segist hafa borið kennsl á flak rússneska beitiskipsins Dmitri Donskoi sem sökk í Japanshaf fyrir rúmri öld. Í tilkynningunni segir að um borð geti verið allt að 200 tonn af gullpeningum. Skipið sé á rúmlega 400 metra dýpi og unnið sé að því að reyna að bjarga farminum. Hann myndi í dag vera metinn á meira en þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Það er um það bil sama upphæð og eignir Jeff Bezos, ríkasta manns heims, eru metnar á. Shinil Group er ekki á hlutabréfamarkaði en á hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel, sem er skráð í kauphöllinni í Seúl. Eins og gefur að skilja leiddu þessar fréttir til þess að verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi í fyrstu. Það er nú hins vegar í frjálsu falli eftir að yfirvöld í Suður-Kóreu hófu rannsókn á því hvort gullfundurinn hafi verið uppspuni til hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Fyrir utan hlutabréfin hefur fyrirtækið verið að selja rafmynt sem það setti nýlega á markað. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem þetta sama skip er notað til að vekja áhuga fjárfesta. Árið 2003 sagðist annað fyrirtæki hafa fundið flakið og safnaði töluverðu hlutafé áður en allt rann út í sandinn. Talsmaður Shinil Group hefur boðað til blaðamannafundar á morgun til að hrekja ásakanir gegn fyrirtækinu. Það furðulegasta við þetta mál er að enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa drekkhlaðið beitiskip af gulli rétt fyrir orrustu við japanska sjóherinn.
Viðskipti Tengdar fréttir Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31