Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 08:49 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12