176 laxa holl í Haffjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2018 09:00 Haffjarðará hefur síðustu 15 ár verið yfir 1.000 laxa á hverju ári að einu undanskildu en það var árið 2014. Sumarið núna hefur verið með allra besta móti og veiðin verið það góð að það má alveg reikna með því að heildarveiðin gæti farið vel yfir 1.500 laxa og jafnvel hærra en það. Síðasta holl sem var við veiðar í ánni lauk veiðum með 171 lax á land en aðeins var veitt á fjórar stangir af fimm. "Hollið sem er við veiðar núna er líklega aðeins að veiða á þrjár stangir sem á kannski eftir að bitna aðeins á veiðitölum en það er svo sem ekkert sem þessir veiðimenn eru að hugsa mikið um heldur það að vera við ánna og njóta" sagði Einar Sigfússon í samtali við Veiðivísi. Það hafa verið góðar göngur í ána síðustu daga og þó svo að það dragi úr göngum á næstunni eins og gerist á þessum árstíma þá á það litlu um veiðina því eins og veiðitölurnar hafa borið með sér ef nóg af laxi í ánni. Heildarveiðin í ánni er komin yfir 900 laxa. Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði
Haffjarðará hefur síðustu 15 ár verið yfir 1.000 laxa á hverju ári að einu undanskildu en það var árið 2014. Sumarið núna hefur verið með allra besta móti og veiðin verið það góð að það má alveg reikna með því að heildarveiðin gæti farið vel yfir 1.500 laxa og jafnvel hærra en það. Síðasta holl sem var við veiðar í ánni lauk veiðum með 171 lax á land en aðeins var veitt á fjórar stangir af fimm. "Hollið sem er við veiðar núna er líklega aðeins að veiða á þrjár stangir sem á kannski eftir að bitna aðeins á veiðitölum en það er svo sem ekkert sem þessir veiðimenn eru að hugsa mikið um heldur það að vera við ánna og njóta" sagði Einar Sigfússon í samtali við Veiðivísi. Það hafa verið góðar göngur í ána síðustu daga og þó svo að það dragi úr göngum á næstunni eins og gerist á þessum árstíma þá á það litlu um veiðina því eins og veiðitölurnar hafa borið með sér ef nóg af laxi í ánni. Heildarveiðin í ánni er komin yfir 900 laxa.
Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði