Leiðinlegt þegar fólk er með háð, spott og fliss Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2018 15:00 Fulltrúar minnihlutans telja eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. „Við lítum þennan dóm grafalvarlegum augum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, og vísar hún í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn borginni en þar var felld úr gildi skrifleg áminning sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti þáverandi fjármálastjóra og skal borgin samkvæmt dómnum greiða alls um eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.Sjá einnig:„Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Dómurinn var til umræðu á borgarráðsfundi í liðinni viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tvær bókanir í tengslum við umræðuna og segja þar eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. Kolbrún segir að það hafi farið um hana við að lesa dóminn. „Maður er hálf gáttaður á að þetta hafi fengist þrifist innan ráðhússins.“ Ekki sé dómurinn einn vitnisburður um það, vísar hún einnig í fyrsta borgarstjórnarfund tímabilsins sem rataði í fréttir fyrir ýmsar sakir. Þá nefnir hún bókun Kjartans Magnússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá því á síðasta kjörtímabili þar sem hann nefnir slæma framkomu í sinn garð.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, finnur fyrir því að allir í borgarstjórn eru sammála um að byggja upp góðan starfsanda.Hún finnur fyrir því að allir í borgarstjórn séu á sama máli um að byggja þurfi upp góðan starfsanda. „Við getum auðvitað tekist á og deilt okkar á milli og hvaðeina en höldum persónu hvors annars fyrir utan þetta,“ segir Kolbrún. „Hæðni, spott og fliss og þegar verið er að ranghvolfa augum framan í mann og sýna einhver svipbrigði er leiðinlegt og setur mann út af laginu.“ Kolbrún hefur lagt fram í borgarráði og forsætisnefnd drög að samskiptareglum fyrir borgarfulltrúa. Þar má meðal annrs finna atriði á borð við að ekki megi baktala eða hæðast að borgarfulltrúm, grípa fram í eða sýna hroka. Tillöguni var hafnað í borgarráði en vísað í vinnu um endurskoðun siðareglur borgarstjórnar af forsætisnefnd borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutans telja að siðareglur borgarfulltrúa taki á sömu þáttum og samskiptareglur. „Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa. Fyrr á fundinum var ákveðið að skipa stýrihóp um endurskoðun gildandi stefnumótunar gegn einelti og áreitni á starfsstöðum Reykjavíkurborgar og gefst þar tækifæri til að fara yfir stefnu Reykjavíkurborgar í þeim málum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna. Kolbrún er því ekki sammála og telur að ítarlegar samskiptareglur þurfi samhliða siðareglum. „Það þarf bara að hafa þetta mjög skýrt hvaða hegðun og framkoma er ekki liðin.“ Tengdar fréttir Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45 Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
„Við lítum þennan dóm grafalvarlegum augum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, og vísar hún í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn borginni en þar var felld úr gildi skrifleg áminning sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti þáverandi fjármálastjóra og skal borgin samkvæmt dómnum greiða alls um eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.Sjá einnig:„Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Dómurinn var til umræðu á borgarráðsfundi í liðinni viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tvær bókanir í tengslum við umræðuna og segja þar eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. Kolbrún segir að það hafi farið um hana við að lesa dóminn. „Maður er hálf gáttaður á að þetta hafi fengist þrifist innan ráðhússins.“ Ekki sé dómurinn einn vitnisburður um það, vísar hún einnig í fyrsta borgarstjórnarfund tímabilsins sem rataði í fréttir fyrir ýmsar sakir. Þá nefnir hún bókun Kjartans Magnússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá því á síðasta kjörtímabili þar sem hann nefnir slæma framkomu í sinn garð.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, finnur fyrir því að allir í borgarstjórn eru sammála um að byggja upp góðan starfsanda.Hún finnur fyrir því að allir í borgarstjórn séu á sama máli um að byggja þurfi upp góðan starfsanda. „Við getum auðvitað tekist á og deilt okkar á milli og hvaðeina en höldum persónu hvors annars fyrir utan þetta,“ segir Kolbrún. „Hæðni, spott og fliss og þegar verið er að ranghvolfa augum framan í mann og sýna einhver svipbrigði er leiðinlegt og setur mann út af laginu.“ Kolbrún hefur lagt fram í borgarráði og forsætisnefnd drög að samskiptareglum fyrir borgarfulltrúa. Þar má meðal annrs finna atriði á borð við að ekki megi baktala eða hæðast að borgarfulltrúm, grípa fram í eða sýna hroka. Tillöguni var hafnað í borgarráði en vísað í vinnu um endurskoðun siðareglur borgarstjórnar af forsætisnefnd borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutans telja að siðareglur borgarfulltrúa taki á sömu þáttum og samskiptareglur. „Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa. Fyrr á fundinum var ákveðið að skipa stýrihóp um endurskoðun gildandi stefnumótunar gegn einelti og áreitni á starfsstöðum Reykjavíkurborgar og gefst þar tækifæri til að fara yfir stefnu Reykjavíkurborgar í þeim málum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna. Kolbrún er því ekki sammála og telur að ítarlegar samskiptareglur þurfi samhliða siðareglum. „Það þarf bara að hafa þetta mjög skýrt hvaða hegðun og framkoma er ekki liðin.“
Tengdar fréttir Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45 Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05
Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45
Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49