Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 22:49 Frá fyrsta borgarstjórnarfundinum á þessu kjörtímabili þar sem allt lék á reiðiskjálfi. Vísir/Stöð 2 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu. Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu.
Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20
Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24