Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: "Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 21:16 Elísabet Ronaldsdóttir. Vísir/EPA „Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ segir kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir í bréfi til orðunefndar forsetaembættisins. Þar lýsir hún því yfir að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu því Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hefði verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari og hefur meðal annars klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blond og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjölda mynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal Mýrina, Reykjavík Rotterdam, Brúðgumann, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð. Forseti Íslands veitti Pi Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, stórriddarakross í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í janúar í fyrra. Elísabet segist hafa orðið þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskir og alþjóðlegri kvikmyndagerð, í janúar árið 2016. „Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt,“ segir Elísabet í orðsendingu sinni til orðunefndar forsetaembættisins sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa komist að því nýlega að Kjærsgaard hefði fengið stórriddarakrossinn en Elísabet segir hana vera trúlega „hættulegasta og mest sjarmerandi kynþáttahatara“ norrænna stjórnmála. „Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 „Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29 Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ segir kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir í bréfi til orðunefndar forsetaembættisins. Þar lýsir hún því yfir að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu því Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hefði verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari og hefur meðal annars klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blond og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjölda mynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal Mýrina, Reykjavík Rotterdam, Brúðgumann, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð. Forseti Íslands veitti Pi Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, stórriddarakross í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í janúar í fyrra. Elísabet segist hafa orðið þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskir og alþjóðlegri kvikmyndagerð, í janúar árið 2016. „Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt,“ segir Elísabet í orðsendingu sinni til orðunefndar forsetaembættisins sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa komist að því nýlega að Kjærsgaard hefði fengið stórriddarakrossinn en Elísabet segir hana vera trúlega „hættulegasta og mest sjarmerandi kynþáttahatara“ norrænna stjórnmála. „Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 „Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29 Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
„Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29
Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07