"Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur. Grundarfjörður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur.
Grundarfjörður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira