Draumaferð til Tyrklands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2018 09:00 Tinna Óðinsdóttir er fyrirliði HK/Víkings í Pepsi-deildinni. vísir/Ernir Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann