Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2018 08:00 Vigdís, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Marta Guðjónsdóttir eru í minnihluta borgarstjórnar. Fréttablaðið/ernir Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22