Curry keppir aftur í næststerkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi Arnar Geir Halldórsson skrifar 31. júlí 2018 08:30 Curry þykir ágætur kylfingur vísir/getty Steph Curry er af mörgum talinn besti körfuboltamaður heims en hann hefur farið fyrir liði Golden State Warriors sem hefur unnið NBA deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Engum blöðum er um það að fletta að Curry er stórkostlegur íþróttamaður en hann er ekki bara góður í körfubolta heldur þykir hann einnig fær kylfingur. Hann mun taka þátt á Ellie Mae Classic-mótinu í næstu viku en mótið er hluti af Web.com mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Þetta er annað árið í röð sem Curry tekur þátt í mótinu.Curry komst ekki í gegnum niðurskurð á mótinu í fyrra en kveðst spenntur fyrir því að taka aftur þátt. „Mér var vel tekið í fyrra og þetta var frábær reynsla. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt aftur og golfið skiptir mig miklu máli,“ segir besti leikmaður NBA-deildarinnar 2015 og 2016. Golf NBA Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Steph Curry er af mörgum talinn besti körfuboltamaður heims en hann hefur farið fyrir liði Golden State Warriors sem hefur unnið NBA deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Engum blöðum er um það að fletta að Curry er stórkostlegur íþróttamaður en hann er ekki bara góður í körfubolta heldur þykir hann einnig fær kylfingur. Hann mun taka þátt á Ellie Mae Classic-mótinu í næstu viku en mótið er hluti af Web.com mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Þetta er annað árið í röð sem Curry tekur þátt í mótinu.Curry komst ekki í gegnum niðurskurð á mótinu í fyrra en kveðst spenntur fyrir því að taka aftur þátt. „Mér var vel tekið í fyrra og þetta var frábær reynsla. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt aftur og golfið skiptir mig miklu máli,“ segir besti leikmaður NBA-deildarinnar 2015 og 2016.
Golf NBA Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira