Bara Heiða með nýtt Þjóðhátíðarlag: Gæti verið týnd systir þeirra Jónssona 30. júlí 2018 15:30 Bara Heiða verður væntanlega á Þjóðhátíð í ár. „Lagið varð til fyrir mörgum árum þegar ég og vinkona mín María Sólveig Gunnarsdóttir vorum að vaka alla sumarnóttina til að fara í sólbað morguninn eftir. Lagið hefur líklega verið undir þónokkrum áhrifum svefngalsa og koffíndrykkju þegar það fæddist undir morgun,“ segir tónlistarkonan Heiða Dóra Jónsdóttir, betur þekkt sem Bara Heiða um nýtt Þjóðhátíðarlag sem hún frumsýnir á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Setjumst að sumbli. „Ég endurskrifaði lagið svo í garðinum hjá Hildi frænku minni með fallegu útsýni yfir Heimaklett fyrir örfáum árum síðan. Titillinn vísar í fyrsta þjóðhátíðarlagið sem var samið árið 1933 og ég tók líka síðustu setningarnar í þeim texta og notaði í laginu mínu. Yrkisefnið er hið sama: Drykkja í Herjólfsdal.“ Hún segist hafa ákveðið fyrir þónokkru að gefa út lagið en svo vildi skemmtilega til að textinn kallast töluvert á við þjóðhátíðarlag þeirra Jóns Jónsonar og Friðriks Dórs. „Ég er reyndar líka Jónsdóttir, kannski bara týnd systir,“ segir Heiða létt og bætir við: „En lögin hljóma eins og þau séu eftir aðila sem hafa samið þau til hvors annars. Hrein og klár, en afar skemmtileg tilviljun þar á ferð.“ Myndbandið var tekið upp fyrir tveimur árum síðan. „Ég og Gary Donald, vinur minn sem er írskur kvikmyndatökumaður, fórum á Þjóðhátið og tókum upp efnið þar. Ég á ættir að rekja til Vestmannaeyja, þar sem langamma mín Helga Jó var hjúkrunarkona í Eyjum. Vestmannaeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heimsins fallegasti staður.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið. Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00 FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Lagið varð til fyrir mörgum árum þegar ég og vinkona mín María Sólveig Gunnarsdóttir vorum að vaka alla sumarnóttina til að fara í sólbað morguninn eftir. Lagið hefur líklega verið undir þónokkrum áhrifum svefngalsa og koffíndrykkju þegar það fæddist undir morgun,“ segir tónlistarkonan Heiða Dóra Jónsdóttir, betur þekkt sem Bara Heiða um nýtt Þjóðhátíðarlag sem hún frumsýnir á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Setjumst að sumbli. „Ég endurskrifaði lagið svo í garðinum hjá Hildi frænku minni með fallegu útsýni yfir Heimaklett fyrir örfáum árum síðan. Titillinn vísar í fyrsta þjóðhátíðarlagið sem var samið árið 1933 og ég tók líka síðustu setningarnar í þeim texta og notaði í laginu mínu. Yrkisefnið er hið sama: Drykkja í Herjólfsdal.“ Hún segist hafa ákveðið fyrir þónokkru að gefa út lagið en svo vildi skemmtilega til að textinn kallast töluvert á við þjóðhátíðarlag þeirra Jóns Jónsonar og Friðriks Dórs. „Ég er reyndar líka Jónsdóttir, kannski bara týnd systir,“ segir Heiða létt og bætir við: „En lögin hljóma eins og þau séu eftir aðila sem hafa samið þau til hvors annars. Hrein og klár, en afar skemmtileg tilviljun þar á ferð.“ Myndbandið var tekið upp fyrir tveimur árum síðan. „Ég og Gary Donald, vinur minn sem er írskur kvikmyndatökumaður, fórum á Þjóðhátið og tókum upp efnið þar. Ég á ættir að rekja til Vestmannaeyja, þar sem langamma mín Helga Jó var hjúkrunarkona í Eyjum. Vestmannaeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heimsins fallegasti staður.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00 FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00
FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30