Til rannsóknar vegna búrku-ummæla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 14:51 Það verður verkefni óháðrar nefndar Íhaldsflokksins að meta hvort Boris Johnson hafi brotið gegn siðareglum flokksins. Vísir/getty Óháð nefnd mun taka ummæli Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, til rannsóknar eftir að formlegar kvartanir voru lagðar fram sem voru þess efnis að þau brytu í bága við siðareglur breska Íhaldsflokksins. Huffington Post greinir frá þessu. Sjá nánar: Kominn í vandræði vegna búrku-ummæla Í skoðanapistli Johnson sem birtist í The Telegraph á mánudag segir hann að „það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og bréfalúga,“ í umfjöllun um hið svokallaða búrkubann sem Danmörk tók í gildi fyrir rúmri viku. Þrátt fyrir að Johnson leggist gegn búrkubanni segist hann vera hlynntur takmörkunum. Þannig myndi hann ekki veigra sér við að biðja konu um að fjarlægja andlitsblæjuna ef hún mætti á skrifstofu hans í viðtalstíma. „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skólann eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson í pistlinum en hann er fastur dálkahöfundur á The Telegraph. Ummælin hafa valdið miklu fjaðrafoki og hafa margir krafist þess að hann biðjist afsökunar en í þeim hópi er forsætisráðherra landsins, Theresa May, sem segir augljóst að hann hafi bæði sært og móðgað með ummælum sínum. Óháð nefnd skal, samkvæmt flokksreglum, vera skipuð þremur óháðum aðilum og það kemur í þeirra hlut að rannsaka umkvörtunarefnið og skera úr um hvort Johnson verði rekinn úr þingflokkum. Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Kominn í vandræði vegna ummæla um búrku: „Algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar“ Fjölmargir hafa kallað eftir afsökunarbeiðni vegna ummæla Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkur. 8. ágúst 2018 14:09 Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00 Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Óháð nefnd mun taka ummæli Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, til rannsóknar eftir að formlegar kvartanir voru lagðar fram sem voru þess efnis að þau brytu í bága við siðareglur breska Íhaldsflokksins. Huffington Post greinir frá þessu. Sjá nánar: Kominn í vandræði vegna búrku-ummæla Í skoðanapistli Johnson sem birtist í The Telegraph á mánudag segir hann að „það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og bréfalúga,“ í umfjöllun um hið svokallaða búrkubann sem Danmörk tók í gildi fyrir rúmri viku. Þrátt fyrir að Johnson leggist gegn búrkubanni segist hann vera hlynntur takmörkunum. Þannig myndi hann ekki veigra sér við að biðja konu um að fjarlægja andlitsblæjuna ef hún mætti á skrifstofu hans í viðtalstíma. „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skólann eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson í pistlinum en hann er fastur dálkahöfundur á The Telegraph. Ummælin hafa valdið miklu fjaðrafoki og hafa margir krafist þess að hann biðjist afsökunar en í þeim hópi er forsætisráðherra landsins, Theresa May, sem segir augljóst að hann hafi bæði sært og móðgað með ummælum sínum. Óháð nefnd skal, samkvæmt flokksreglum, vera skipuð þremur óháðum aðilum og það kemur í þeirra hlut að rannsaka umkvörtunarefnið og skera úr um hvort Johnson verði rekinn úr þingflokkum.
Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Kominn í vandræði vegna ummæla um búrku: „Algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar“ Fjölmargir hafa kallað eftir afsökunarbeiðni vegna ummæla Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkur. 8. ágúst 2018 14:09 Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00 Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08
Kominn í vandræði vegna ummæla um búrku: „Algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar“ Fjölmargir hafa kallað eftir afsökunarbeiðni vegna ummæla Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkur. 8. ágúst 2018 14:09
Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00
Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30