Man.City kaupir yngsta leikmanninn á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 10:15 Daniel Arzani lék 3 leiki með Áströlum á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Englandsmeistarar Manchester City hafa byrjað lokadag félagsskiptagluggans í ensku úrvalsdeildinni með því að kaupa 19 ára strák frá Ástralíu. Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Daniel Arzani frá ástralska félaginu Melbourne City FC. Þessi 19 ára gamli sókndjarfi miðjumaður var yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Rússlandi síðasta sumar. Arzani spilar vanalega framarlega á miðjunni eða út á væng.We are delighted to announce the signing of Daniel Arzani from @MelbourneCity! #mancitypic.twitter.com/55SoNc8qRK — Manchester City (@ManCity) August 9, 2018 Arzani hefur spilað fimm landsleiki fyrir Ástralíu og skorað í þeim eitt mark sem kom í vináttulandsleik á móti Ungverjalandi rétt fyrir HM. Arzani kom inná sem varamaður í öllum þremur leikjum Ástrala á HM sem voru þa móti Frakklandi, Danmörku og Perú. Hann var aðeins 19 ára og 163 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik og varð þar með yngsti HM-leikmaður Ástralíu frá upphafi. Arzani þykir vera eitt mesta efni sem hefur komið upp í áströlskum fótbolta á undanförnum árum. Daniel Arzani kom til Melbourne City árið 2016 og sló í gegn á síðasta tímabili..@iamdanielarzani has this message for the City fans who have been with him every step of the way. #GoodLuckArzanipic.twitter.com/cfYi82pmCY — Melbourne City FC (@MelbourneCity) August 9, 2018 Arzani var kosinn besti ungi leikmaður deildarinnar og fékk einnig Harry Kewell verðlaunin sem besti leikmaður Ástala 23 ára og yngri. Manchester City er nú að kanna hver sé besta leiðin fyrir Arzani í hans þróun sem knattspyrnumanns. Það er því von á frekari fréttum af stráknum á næstunni enda líklegt að hann verði lánaður til liðs þar sem hann fær að spila mikið. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City hafa byrjað lokadag félagsskiptagluggans í ensku úrvalsdeildinni með því að kaupa 19 ára strák frá Ástralíu. Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Daniel Arzani frá ástralska félaginu Melbourne City FC. Þessi 19 ára gamli sókndjarfi miðjumaður var yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Rússlandi síðasta sumar. Arzani spilar vanalega framarlega á miðjunni eða út á væng.We are delighted to announce the signing of Daniel Arzani from @MelbourneCity! #mancitypic.twitter.com/55SoNc8qRK — Manchester City (@ManCity) August 9, 2018 Arzani hefur spilað fimm landsleiki fyrir Ástralíu og skorað í þeim eitt mark sem kom í vináttulandsleik á móti Ungverjalandi rétt fyrir HM. Arzani kom inná sem varamaður í öllum þremur leikjum Ástrala á HM sem voru þa móti Frakklandi, Danmörku og Perú. Hann var aðeins 19 ára og 163 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik og varð þar með yngsti HM-leikmaður Ástralíu frá upphafi. Arzani þykir vera eitt mesta efni sem hefur komið upp í áströlskum fótbolta á undanförnum árum. Daniel Arzani kom til Melbourne City árið 2016 og sló í gegn á síðasta tímabili..@iamdanielarzani has this message for the City fans who have been with him every step of the way. #GoodLuckArzanipic.twitter.com/cfYi82pmCY — Melbourne City FC (@MelbourneCity) August 9, 2018 Arzani var kosinn besti ungi leikmaður deildarinnar og fékk einnig Harry Kewell verðlaunin sem besti leikmaður Ástala 23 ára og yngri. Manchester City er nú að kanna hver sé besta leiðin fyrir Arzani í hans þróun sem knattspyrnumanns. Það er því von á frekari fréttum af stráknum á næstunni enda líklegt að hann verði lánaður til liðs þar sem hann fær að spila mikið.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira