Sema segir Margréti hafa hótað sér lífláti, svívirt sig og kýlt sig í öxlina Bergþór Másson skrifar 8. ágúst 2018 23:26 Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, hefur oft orðið fyrir niðrandi ummælum á internetinu vegna baráttu hennar í innflytjendamálum. Vísir/eyþór Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43