Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Gissur Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2018 14:15 Starfsmenn Rarik að störfum í gærkvöldi. VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart. Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart.
Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39