Auðjöfur hyggst greiða allar sektir vegna búrkubannsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 10:47 Rachid Nekkaz er franskur auðjöfur af alsírskum uppruna. Hann hyggst framvegis greiða allar sektir kvenna vegna búrkubannsins. Vísir/ap Franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz ætlar að greiða allar sektir sem konum í Danmörku er gert að greiða fyrir að hafa brotið lög sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu í Danmörku. Umdeildu lögin tóku gildi fyrir rúmri viku. Konur sem klæðast búrku eða niqab í Danmörku gætu átt á hættu að vera sektaðar. Bannið nær einnig yfir grímur, húfur sem hylja andlit og gerviskegg. Sektin hljóðar upp á tæpar 16.500 íslenskar krónur en gerist einstaklingur ítrekað brotlegur við lögin gæti hann hlotið sekt upp á tífalda þá upphæð. Á þriðja degi búrkubannsins var fyrsta konan sektuð fyrir að hylja andlit sitt. Hún er 28 ára gömul og var stödd í verslunarmiðstöð í norðurhluta Kaupmannahafnar þegar lögreglan hafði afskipti af henni og sektaði hana.Nekkaz segir að búrkubannið sé mannréttindabrot og að konur eigi að fá að velja sinn klæðnað sjálfar.vísir/gettyKonan þarf þó ekki að borga sektina sjálf því franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz, sem er af alsírskum uppruna, er boðinn og búinn að standa straum af kostnaðinum í nafni mannréttinda og valfrelsis. Nekkaz ætlar framvegis að borga allar sektir fyrir danskar konur sem brjóta gegn búrkubanninu að því er fram kemur á vef politiken.Telur að brotið sé á mannréttindum með banninu „Ég verð í Kaupmannahöfn 11. september til að greiða allar sektir og ég mun gera það í hverjum mánuði. Þrátt fyrir að ég sjálfur sé á móti niqab mun ég alltaf verja mannréttindi alls staðar í heiminum; frelsi til að klæðast niqab og frelsi til að gera það ekki.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Nekkaz gerir þetta því Washington Post greindi frá því snemma árs 2016 að hann hafi greitt yfir þúsund sektir fyrir konur í Frakklandi eftir að sams konar lög tóku gildi þar í landi. Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00 Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz ætlar að greiða allar sektir sem konum í Danmörku er gert að greiða fyrir að hafa brotið lög sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu í Danmörku. Umdeildu lögin tóku gildi fyrir rúmri viku. Konur sem klæðast búrku eða niqab í Danmörku gætu átt á hættu að vera sektaðar. Bannið nær einnig yfir grímur, húfur sem hylja andlit og gerviskegg. Sektin hljóðar upp á tæpar 16.500 íslenskar krónur en gerist einstaklingur ítrekað brotlegur við lögin gæti hann hlotið sekt upp á tífalda þá upphæð. Á þriðja degi búrkubannsins var fyrsta konan sektuð fyrir að hylja andlit sitt. Hún er 28 ára gömul og var stödd í verslunarmiðstöð í norðurhluta Kaupmannahafnar þegar lögreglan hafði afskipti af henni og sektaði hana.Nekkaz segir að búrkubannið sé mannréttindabrot og að konur eigi að fá að velja sinn klæðnað sjálfar.vísir/gettyKonan þarf þó ekki að borga sektina sjálf því franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz, sem er af alsírskum uppruna, er boðinn og búinn að standa straum af kostnaðinum í nafni mannréttinda og valfrelsis. Nekkaz ætlar framvegis að borga allar sektir fyrir danskar konur sem brjóta gegn búrkubanninu að því er fram kemur á vef politiken.Telur að brotið sé á mannréttindum með banninu „Ég verð í Kaupmannahöfn 11. september til að greiða allar sektir og ég mun gera það í hverjum mánuði. Þrátt fyrir að ég sjálfur sé á móti niqab mun ég alltaf verja mannréttindi alls staðar í heiminum; frelsi til að klæðast niqab og frelsi til að gera það ekki.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Nekkaz gerir þetta því Washington Post greindi frá því snemma árs 2016 að hann hafi greitt yfir þúsund sektir fyrir konur í Frakklandi eftir að sams konar lög tóku gildi þar í landi.
Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00 Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08
Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00
Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30