Sænska leiðin farin á ný Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2018 10:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira