Stefnir í að ég verði í toppformi í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2018 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn