Tíu ára fangelsi fyrir að „hræða konu til dauða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 15:13 Connie Loucks ásamt dóttur sinni, Söruh. Carlton Young, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa orðið Connie Loucks að bana með því að „hræða hana til dauða“. Young ásamt samverkamönnum braust inn á heimili hennar í bænum Wells í Maine með þeim afleiðingum að Loucks fékk hjartaáfall og lést. Innbrotsþjófarnir komu þó ekki nálægt Loucks heldur var innbrotið nóg til þess að kalla fram banvænt hjartaáfall því hún var hjartveik fyrir. Að því er fram kemur í frétt Sky News var forsaga málsins sú að Young og félagar brutust inn á heimili Loucs árla morguns í mars árið 2015. Þeir bönkuðu á glugga og dyr og komust að því að enginn var heima. Þeir brutust inn og stálu miklum verðmætum, þar á meðal skartgripasafni Loucks. Þetta reyndist þó ekki hafa verið nóg fyrir innbrotsþjófana því næsta dag sneru þeir aftur. Loucs var í símanum að ræða við dóttur sína þegar mennirnir börðu að aftur að dyrum og bönkuðu á glugga og þá varð Loucs verulega bilt við því hún gerði sér strax grein fyrir hvað væri í gangi. Hún sagði dóttur sinni að hún væri nokkuð viss um að lætin kæmu frá sömu mönnum og brutust inn hjá henni daginn áður. Þegar Loucs hafði sagt þetta slitnaði samtalið. Sarah, dóttir Loucs, hringdi tafarlaust í neyðarlínuna en þegar lögreglu bar að garði lá Loucs meðvitundarlaus í sófanum í stofunni. Við krufningu á líkinu kom síðan í ljós að hún hefði dáið úr hjartaáfalli. Young svaraði fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins á mánudag þannig að hann þarf ekki að mæta fyrir rétt. Dómari hefur samþykkt og dæmt hann til tíu ára fangelsisvistar. „Þetta er ólýsanlegur harmleikur fyrir okkur fjölskylduna. Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hvernig Connie hlýtur að hafa liðið þegar þeir brutust inn þennan dag. Hún var ljúf, ástrík og góð og hún átti þetta ekki skilið,“ segir Brian Loucks um Connie. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Carlton Young, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa orðið Connie Loucks að bana með því að „hræða hana til dauða“. Young ásamt samverkamönnum braust inn á heimili hennar í bænum Wells í Maine með þeim afleiðingum að Loucks fékk hjartaáfall og lést. Innbrotsþjófarnir komu þó ekki nálægt Loucks heldur var innbrotið nóg til þess að kalla fram banvænt hjartaáfall því hún var hjartveik fyrir. Að því er fram kemur í frétt Sky News var forsaga málsins sú að Young og félagar brutust inn á heimili Loucs árla morguns í mars árið 2015. Þeir bönkuðu á glugga og dyr og komust að því að enginn var heima. Þeir brutust inn og stálu miklum verðmætum, þar á meðal skartgripasafni Loucks. Þetta reyndist þó ekki hafa verið nóg fyrir innbrotsþjófana því næsta dag sneru þeir aftur. Loucs var í símanum að ræða við dóttur sína þegar mennirnir börðu að aftur að dyrum og bönkuðu á glugga og þá varð Loucs verulega bilt við því hún gerði sér strax grein fyrir hvað væri í gangi. Hún sagði dóttur sinni að hún væri nokkuð viss um að lætin kæmu frá sömu mönnum og brutust inn hjá henni daginn áður. Þegar Loucs hafði sagt þetta slitnaði samtalið. Sarah, dóttir Loucs, hringdi tafarlaust í neyðarlínuna en þegar lögreglu bar að garði lá Loucs meðvitundarlaus í sófanum í stofunni. Við krufningu á líkinu kom síðan í ljós að hún hefði dáið úr hjartaáfalli. Young svaraði fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins á mánudag þannig að hann þarf ekki að mæta fyrir rétt. Dómari hefur samþykkt og dæmt hann til tíu ára fangelsisvistar. „Þetta er ólýsanlegur harmleikur fyrir okkur fjölskylduna. Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hvernig Connie hlýtur að hafa liðið þegar þeir brutust inn þennan dag. Hún var ljúf, ástrík og góð og hún átti þetta ekki skilið,“ segir Brian Loucks um Connie.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira