Bara eitt líf að spila úr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR stendur við bakið á Björgvin. Vísir/Ernir Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varðandi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífsmynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þessum lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmannahópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orrustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Vonandi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varðandi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífsmynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þessum lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmannahópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orrustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Vonandi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira
Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00
Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00