Sigurbjörn Hreiðars: Það reyndi á skandinavísku þolinmæðina Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 2. ágúst 2018 22:29 Sigurbjörn ásamt Ólafi Jóhannssyni. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira