Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 10:56 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist eftir fall á heimili sínu á Spáni í vetur. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira