Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2018 14:32 Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Fréttablaðið/Eyþór Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira