Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í upphafi árs, hefur verið úrskurðaður í farbann til 6. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur, frá 26. janúar til 20. apríl sem er hámarkstíminn án þess að gefin sé út ákæra. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Síðan hefur Sigurður verið í farbanni þótt lögmaður Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, hafi óskað eftir því að hann sætti gæsluvarðhaldi frekar en farbanni.Hefur Stefán Karl bent á að farbann sé frekar íþyngjandi en gæsluvarðhald í tilfelli Sigurðar þótt almennt þyki hið síðarnefnda, þegar menn eru á bak við lás og slá, þyngra úrræði. Hins vegar er svo að sá tími sem menn eru í gæsluvarðhaldi dregst frá fangelsisvist sem menn gætu síðar verið dæmdir til.Telur farbann verra en gæsluvarðhald Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Stefáns Karls að rannsókn málsins hafi tekið langan tíma miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafi verið af lögreglu. Leggur dómurinn á það áherslu að rannsókn verði flýtt eins og frekast er kostur. Lögregla útskýrir seinagang rannsóknar með töfum sem orðið hafi verið við afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni. Í kröfunni um farbann er minnt á að Sigurður gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Það varði almannahag að hann geti ekki farið úr landi. Sigurður hefur játað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins. Lögregla komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum, sem falin voru í taflmönnum, út fyrir gerviefni.Einnig grunaður um skattalagabrot Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs. Sunna man ekki hvað gerðist í aðdraganda þess að hún féll. Eftir að hafa dvalið lengi á spænskum sjúkrahúsum, á meðan hún var grunuð af spænskum yfirvöldum að aðild að smyglinu og í farbanni af þeim sökum, kom hún til Íslands þann 8. apríl. Þá er Sigurður ákærður fyrir meirháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í upphafi árs, hefur verið úrskurðaður í farbann til 6. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur, frá 26. janúar til 20. apríl sem er hámarkstíminn án þess að gefin sé út ákæra. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Síðan hefur Sigurður verið í farbanni þótt lögmaður Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, hafi óskað eftir því að hann sætti gæsluvarðhaldi frekar en farbanni.Hefur Stefán Karl bent á að farbann sé frekar íþyngjandi en gæsluvarðhald í tilfelli Sigurðar þótt almennt þyki hið síðarnefnda, þegar menn eru á bak við lás og slá, þyngra úrræði. Hins vegar er svo að sá tími sem menn eru í gæsluvarðhaldi dregst frá fangelsisvist sem menn gætu síðar verið dæmdir til.Telur farbann verra en gæsluvarðhald Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Stefáns Karls að rannsókn málsins hafi tekið langan tíma miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafi verið af lögreglu. Leggur dómurinn á það áherslu að rannsókn verði flýtt eins og frekast er kostur. Lögregla útskýrir seinagang rannsóknar með töfum sem orðið hafi verið við afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni. Í kröfunni um farbann er minnt á að Sigurður gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Það varði almannahag að hann geti ekki farið úr landi. Sigurður hefur játað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins. Lögregla komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum, sem falin voru í taflmönnum, út fyrir gerviefni.Einnig grunaður um skattalagabrot Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs. Sunna man ekki hvað gerðist í aðdraganda þess að hún féll. Eftir að hafa dvalið lengi á spænskum sjúkrahúsum, á meðan hún var grunuð af spænskum yfirvöldum að aðild að smyglinu og í farbanni af þeim sökum, kom hún til Íslands þann 8. apríl. Þá er Sigurður ákærður fyrir meirháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00