Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2018 12:20 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir telur eðlilegra að skólahald hefjist á mánudegi og skólasetning sé að morgni dags, klukkan átta. Vísir/Valli Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að grunnskólarnir í höfuðborginni, Kópavogi og Akureyri eru settir um miðja næstu viku. Misjafnt er eftir aldri klukkan hvað að deginum skólasetningin fer fram en hún varir yfirleitt í um klukkustund. „Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir (með) öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða,“ segir Þorbjörg Helga. „Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“Nemendurnir ekki kúnnar Þorbjörg spyr hvort ekki væri hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki í hnakkann á foreldrum aftur og aftur. „Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“ Töluverð umræða hefur skapast um málið á Facebook-vegg Þorbjargar og taka flestir undir með henni. Hulda María Magnúsdóttir, grunnskólakennari í Foldaskóla, bendir þó á tvennt sem hún geri athugasemd við. Annars vegar að skóli sé menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Því eigi ekki að tala um þjónustu og notendur. Hins vegar séu nemendur hennar, og foreldrar þeirra, ekki kúnnar. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópavog varðandi ástæður þess að skólahald hefjist í miðri viku. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að grunnskólarnir í höfuðborginni, Kópavogi og Akureyri eru settir um miðja næstu viku. Misjafnt er eftir aldri klukkan hvað að deginum skólasetningin fer fram en hún varir yfirleitt í um klukkustund. „Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir (með) öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða,“ segir Þorbjörg Helga. „Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“Nemendurnir ekki kúnnar Þorbjörg spyr hvort ekki væri hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki í hnakkann á foreldrum aftur og aftur. „Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“ Töluverð umræða hefur skapast um málið á Facebook-vegg Þorbjargar og taka flestir undir með henni. Hulda María Magnúsdóttir, grunnskólakennari í Foldaskóla, bendir þó á tvennt sem hún geri athugasemd við. Annars vegar að skóli sé menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Því eigi ekki að tala um þjónustu og notendur. Hins vegar séu nemendur hennar, og foreldrar þeirra, ekki kúnnar. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópavog varðandi ástæður þess að skólahald hefjist í miðri viku.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira