Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Frá æfingu sérsveitarinnar. Vísir/GVA „Menn hafa mætt hér á bátum og skotið fugl sér til skemmtunar að því er virðist vera,“ segir Lárus Vilhjálmsson, formaður umhverfisnefndar Kjósarhrepps. Sérsveit lögreglunnar sótti tvær haglabyssuskyttur á laugardaginn um verslunarmannahelgina, sem héldu uppi mikilli skothríð frá báti utan við Hvalfjarðareyri og Laxárvog. Lárus segir konu sína hafi heyrt skothvelli um klukkan sex þennan dag „Um hálf sjö leytið voru skothvellirnir orðnir á annað hundrað talsins,“ lýsir Lárus. Þá hafi kona hans hringt í landeiganda við Hvalfjarðareyri og þær kallað til lögreglu. Skömmu síðar hafi sérsveitarmenn verið mættir. Teknar hafi verið myndir af mönnunum að skjóta og henda fugli. „Bíllinn þeirra var við eyrina þar sem þeir höfðu sett út bátinn. Lögreglan virðist hafa hringt í þá og þá hættu þeir að skjóta en urðu vélarvana og þurftu að róa í land. Þeir voru hátt í klukkutíma að því,“ segir Lárus. Vopn mannanna voru gerð upptæk og tekin af þeim skýrsla. „Þetta voru menn á fertugs- eða fimmtugsaldri. Þeir voru frekar lúpulegir þegar þeir komu í land,“ segir Lárus sem náði ekki tali af mönnunum. „Þeir bara drifu sig í burtu.“ Að sögn Lárusar höfðu mennirnir í fyrsta lagi alls ekki leyfi landeigenda til skjóta. Hvalfjarðareyri og Laxárvogur eru á náttúruminjaskrá og í friðlýsingarferli. „Þannig að þetta er líka brot á náttúruverndarlögum. Þá má ekki skjóta hvaða fugl sem er á þessum tíma og menn verða að hafa veiðileyfi frá Umhverfisstofnun, sem þeir höfðu ekki.“ Mikið fuglalíf er á þessu svæði. Lárus nefnir til dæmis fýl, ritu og æðarfugl fyrir utan máv. Hann telur að fyrst og fremst hafi byssumennirnir verið að skjóta fugla sér til skemmtunar. „Að minnsta kosti var það ekki mikill fengur sem þeir komu með. Þeir voru bara með nokkra fugla í bátnum. Miðað við fjöldann af skotum þá hafa þeir skilið eftir mikið af fugli úti á firði,“ segir hann. Lárus segir byssumenn hafa sótt í svæðið á síðustu árum. „Skothvellirnir heyrast hér um allt og þetta er hvorki gott fyrir skepnur eða menn. Þetta er mjög óþægilegt,“ segir Lárus sem hyggst mæta á lögreglustöðina við Vínlandsleið í Reykjavík í dag. „Ég legg fram kæru fyrir hönd hreppsins.“ Mennirnir megi búast við sektum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Menn hafa mætt hér á bátum og skotið fugl sér til skemmtunar að því er virðist vera,“ segir Lárus Vilhjálmsson, formaður umhverfisnefndar Kjósarhrepps. Sérsveit lögreglunnar sótti tvær haglabyssuskyttur á laugardaginn um verslunarmannahelgina, sem héldu uppi mikilli skothríð frá báti utan við Hvalfjarðareyri og Laxárvog. Lárus segir konu sína hafi heyrt skothvelli um klukkan sex þennan dag „Um hálf sjö leytið voru skothvellirnir orðnir á annað hundrað talsins,“ lýsir Lárus. Þá hafi kona hans hringt í landeiganda við Hvalfjarðareyri og þær kallað til lögreglu. Skömmu síðar hafi sérsveitarmenn verið mættir. Teknar hafi verið myndir af mönnunum að skjóta og henda fugli. „Bíllinn þeirra var við eyrina þar sem þeir höfðu sett út bátinn. Lögreglan virðist hafa hringt í þá og þá hættu þeir að skjóta en urðu vélarvana og þurftu að róa í land. Þeir voru hátt í klukkutíma að því,“ segir Lárus. Vopn mannanna voru gerð upptæk og tekin af þeim skýrsla. „Þetta voru menn á fertugs- eða fimmtugsaldri. Þeir voru frekar lúpulegir þegar þeir komu í land,“ segir Lárus sem náði ekki tali af mönnunum. „Þeir bara drifu sig í burtu.“ Að sögn Lárusar höfðu mennirnir í fyrsta lagi alls ekki leyfi landeigenda til skjóta. Hvalfjarðareyri og Laxárvogur eru á náttúruminjaskrá og í friðlýsingarferli. „Þannig að þetta er líka brot á náttúruverndarlögum. Þá má ekki skjóta hvaða fugl sem er á þessum tíma og menn verða að hafa veiðileyfi frá Umhverfisstofnun, sem þeir höfðu ekki.“ Mikið fuglalíf er á þessu svæði. Lárus nefnir til dæmis fýl, ritu og æðarfugl fyrir utan máv. Hann telur að fyrst og fremst hafi byssumennirnir verið að skjóta fugla sér til skemmtunar. „Að minnsta kosti var það ekki mikill fengur sem þeir komu með. Þeir voru bara með nokkra fugla í bátnum. Miðað við fjöldann af skotum þá hafa þeir skilið eftir mikið af fugli úti á firði,“ segir hann. Lárus segir byssumenn hafa sótt í svæðið á síðustu árum. „Skothvellirnir heyrast hér um allt og þetta er hvorki gott fyrir skepnur eða menn. Þetta er mjög óþægilegt,“ segir Lárus sem hyggst mæta á lögreglustöðina við Vínlandsleið í Reykjavík í dag. „Ég legg fram kæru fyrir hönd hreppsins.“ Mennirnir megi búast við sektum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira