Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Frá æfingu sérsveitarinnar. Vísir/GVA „Menn hafa mætt hér á bátum og skotið fugl sér til skemmtunar að því er virðist vera,“ segir Lárus Vilhjálmsson, formaður umhverfisnefndar Kjósarhrepps. Sérsveit lögreglunnar sótti tvær haglabyssuskyttur á laugardaginn um verslunarmannahelgina, sem héldu uppi mikilli skothríð frá báti utan við Hvalfjarðareyri og Laxárvog. Lárus segir konu sína hafi heyrt skothvelli um klukkan sex þennan dag „Um hálf sjö leytið voru skothvellirnir orðnir á annað hundrað talsins,“ lýsir Lárus. Þá hafi kona hans hringt í landeiganda við Hvalfjarðareyri og þær kallað til lögreglu. Skömmu síðar hafi sérsveitarmenn verið mættir. Teknar hafi verið myndir af mönnunum að skjóta og henda fugli. „Bíllinn þeirra var við eyrina þar sem þeir höfðu sett út bátinn. Lögreglan virðist hafa hringt í þá og þá hættu þeir að skjóta en urðu vélarvana og þurftu að róa í land. Þeir voru hátt í klukkutíma að því,“ segir Lárus. Vopn mannanna voru gerð upptæk og tekin af þeim skýrsla. „Þetta voru menn á fertugs- eða fimmtugsaldri. Þeir voru frekar lúpulegir þegar þeir komu í land,“ segir Lárus sem náði ekki tali af mönnunum. „Þeir bara drifu sig í burtu.“ Að sögn Lárusar höfðu mennirnir í fyrsta lagi alls ekki leyfi landeigenda til skjóta. Hvalfjarðareyri og Laxárvogur eru á náttúruminjaskrá og í friðlýsingarferli. „Þannig að þetta er líka brot á náttúruverndarlögum. Þá má ekki skjóta hvaða fugl sem er á þessum tíma og menn verða að hafa veiðileyfi frá Umhverfisstofnun, sem þeir höfðu ekki.“ Mikið fuglalíf er á þessu svæði. Lárus nefnir til dæmis fýl, ritu og æðarfugl fyrir utan máv. Hann telur að fyrst og fremst hafi byssumennirnir verið að skjóta fugla sér til skemmtunar. „Að minnsta kosti var það ekki mikill fengur sem þeir komu með. Þeir voru bara með nokkra fugla í bátnum. Miðað við fjöldann af skotum þá hafa þeir skilið eftir mikið af fugli úti á firði,“ segir hann. Lárus segir byssumenn hafa sótt í svæðið á síðustu árum. „Skothvellirnir heyrast hér um allt og þetta er hvorki gott fyrir skepnur eða menn. Þetta er mjög óþægilegt,“ segir Lárus sem hyggst mæta á lögreglustöðina við Vínlandsleið í Reykjavík í dag. „Ég legg fram kæru fyrir hönd hreppsins.“ Mennirnir megi búast við sektum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Menn hafa mætt hér á bátum og skotið fugl sér til skemmtunar að því er virðist vera,“ segir Lárus Vilhjálmsson, formaður umhverfisnefndar Kjósarhrepps. Sérsveit lögreglunnar sótti tvær haglabyssuskyttur á laugardaginn um verslunarmannahelgina, sem héldu uppi mikilli skothríð frá báti utan við Hvalfjarðareyri og Laxárvog. Lárus segir konu sína hafi heyrt skothvelli um klukkan sex þennan dag „Um hálf sjö leytið voru skothvellirnir orðnir á annað hundrað talsins,“ lýsir Lárus. Þá hafi kona hans hringt í landeiganda við Hvalfjarðareyri og þær kallað til lögreglu. Skömmu síðar hafi sérsveitarmenn verið mættir. Teknar hafi verið myndir af mönnunum að skjóta og henda fugli. „Bíllinn þeirra var við eyrina þar sem þeir höfðu sett út bátinn. Lögreglan virðist hafa hringt í þá og þá hættu þeir að skjóta en urðu vélarvana og þurftu að róa í land. Þeir voru hátt í klukkutíma að því,“ segir Lárus. Vopn mannanna voru gerð upptæk og tekin af þeim skýrsla. „Þetta voru menn á fertugs- eða fimmtugsaldri. Þeir voru frekar lúpulegir þegar þeir komu í land,“ segir Lárus sem náði ekki tali af mönnunum. „Þeir bara drifu sig í burtu.“ Að sögn Lárusar höfðu mennirnir í fyrsta lagi alls ekki leyfi landeigenda til skjóta. Hvalfjarðareyri og Laxárvogur eru á náttúruminjaskrá og í friðlýsingarferli. „Þannig að þetta er líka brot á náttúruverndarlögum. Þá má ekki skjóta hvaða fugl sem er á þessum tíma og menn verða að hafa veiðileyfi frá Umhverfisstofnun, sem þeir höfðu ekki.“ Mikið fuglalíf er á þessu svæði. Lárus nefnir til dæmis fýl, ritu og æðarfugl fyrir utan máv. Hann telur að fyrst og fremst hafi byssumennirnir verið að skjóta fugla sér til skemmtunar. „Að minnsta kosti var það ekki mikill fengur sem þeir komu með. Þeir voru bara með nokkra fugla í bátnum. Miðað við fjöldann af skotum þá hafa þeir skilið eftir mikið af fugli úti á firði,“ segir hann. Lárus segir byssumenn hafa sótt í svæðið á síðustu árum. „Skothvellirnir heyrast hér um allt og þetta er hvorki gott fyrir skepnur eða menn. Þetta er mjög óþægilegt,“ segir Lárus sem hyggst mæta á lögreglustöðina við Vínlandsleið í Reykjavík í dag. „Ég legg fram kæru fyrir hönd hreppsins.“ Mennirnir megi búast við sektum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira