Leiðsögumanni blöskrar "forljótir kamrar“ á Þingvöllum Bergþór Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2018 21:00 Friðrik Rafnsson leiðsögumaður vakti athygli á slæmri umgengni á almenningskömrum á Þingvöllum í Facebook-færslu í gær. Mynd/Friðrik Rafnsson Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“ Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira