Guðni forseti segir fræðafólk ekki mega dvelja í fílabeinsturninum Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 16:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir / Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér. Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11