Michael Caine varpar ljósi á enda Inception Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 14:45 Michael Caine. Vísir/Getty Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu. Var snældan að hætta að snúast eða ekki? Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax. Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því. „Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“ Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu. Var snældan að hætta að snúast eða ekki? Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax. Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því. „Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“ Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira