Innlent

Aldrei fleiri á Fiskideginum mikla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Næstum 40 þúsund manns hlýddu á Bubba Morthens á stórtónleikum laugardagsins.
Næstum 40 þúsund manns hlýddu á Bubba Morthens á stórtónleikum laugardagsins. Bjarni Eiríksson
Vegagerðin áætlar að aldrei hafi fleiri sótt Fiskidaginn mikla, sem haldinn var hátíðlegur á Dalvík um helgina. Talningavélar Vegagerðarinnar  gefa til kynna að um 27.500 bílar hafi ekið í og við bæinn frá föstudegi til sunnudags. Því megi reikna með að um 36 þúsund manns hafi sótt Dalvík heim, sem er um 3 þúsund fleiri en í fyrra, sem samsvarar 6,5% aukningu, og 11 þúsund fleiri en árið 2008.

Umferðin var þung um Norðurland um helgina og greindi Vísir frá því að löng röð myndaðist við Hvalfjarðargöng í gærkvöldi. Vegfarendur biðu margir í um hálfa klukkustund eftir því að komast ofan í göngin þegar umferðin var hvað þyngst.

Lögreglan hafði einnig í nógu að snúast í umferðarmálum um helgina. Greint var frá 11 hraðakstursmálum og 6 vímuakstursmálum sem komu upp á Dalvík, auk annarra lögbrota. Engin alvarleg umferðaróhöpp komu þó inn á borð lögreglunnar, þrátt fyrir fyrrnefndan fjölda bíla.

Vegagerðin

Tengdar fréttir

Júlíus Kristjánsson heiðraður á Fiskidaginn mikla

Frá upphafi hefur Fiskidagurinn mikli heiðrað þá sem hafa með einhverjum hætti haft áhrif á atvinnusögu okkar og íslenskan sjávarútveg. Í ár veitir Fiskidagurinn mikli viðurkenningu fyrir framlag til menntunar sjómanna og heiðrar Júlíus Kristjánsson fyrir hans mikilvæga þátt í uppbyggingu og umsjón með skipstjórnarfræðslu á Dalvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×