Gengishrun í Tyrklandi veldur áhyggjum á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu Þórir Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2018 20:23 Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum vestan hafs og austan eftir gengishrun tyrknesku lírunnar í gær. Hún féll um 16 prósent og hefur þá fallið um alls 40 prósent frá áramótum. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi í Tyrklandi í formi verðbólgu og dýrtíðar. Kaupahéðnum finnast efnahagsþrengingar Tyrkja sömuleiðis óþægilegar og því lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum og í Evrópu í verði í gær. Böndin berast að Recip Tayyip Erdogan forseta, efnahagsstefnu hans og áhrifum í seðlabankanum, en tengdasonur hans er seðlabankastjóri. Fjárfestar fylgjast með hagstjórn forsetans með vaxandi áhyggjum. Erdogan hefur þrýst á um lækkun vaxta og hefur haldið því fram opinberlega að hærri vextir valdi hærri verðbólgu. Við þetta bættist í gær að Bandaríkjamenn tilkynntu um refsitolla á Tyrki vegna fangelsunar þeirra á bandarískum presti, sem sagður er hafa tengsl við stjórnarandstæðinga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um tolla á ál og stál frá Tyrklandi og við það lækkaði verðgildi lírunnar enn frekar. Stærsti hluti útflutnings Tyrkja á stáli er til Bandaríkjanna. Erdogan sagðist á fundi með flokksmönnum sínum í gær fordæma refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem sem væru ígildi fjárkúgunar og ógnuðu öllum heiminum. Nú er svo komið að vandræði Tyrkja varða ekki bara almenning í Tyrklandi heldur eru vaxandi áhyggjur af því að þær hafi neikvæð áhrif á efnahagslíf annars staðar einnig. Donald Trump Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum vestan hafs og austan eftir gengishrun tyrknesku lírunnar í gær. Hún féll um 16 prósent og hefur þá fallið um alls 40 prósent frá áramótum. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi í Tyrklandi í formi verðbólgu og dýrtíðar. Kaupahéðnum finnast efnahagsþrengingar Tyrkja sömuleiðis óþægilegar og því lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum og í Evrópu í verði í gær. Böndin berast að Recip Tayyip Erdogan forseta, efnahagsstefnu hans og áhrifum í seðlabankanum, en tengdasonur hans er seðlabankastjóri. Fjárfestar fylgjast með hagstjórn forsetans með vaxandi áhyggjum. Erdogan hefur þrýst á um lækkun vaxta og hefur haldið því fram opinberlega að hærri vextir valdi hærri verðbólgu. Við þetta bættist í gær að Bandaríkjamenn tilkynntu um refsitolla á Tyrki vegna fangelsunar þeirra á bandarískum presti, sem sagður er hafa tengsl við stjórnarandstæðinga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um tolla á ál og stál frá Tyrklandi og við það lækkaði verðgildi lírunnar enn frekar. Stærsti hluti útflutnings Tyrkja á stáli er til Bandaríkjanna. Erdogan sagðist á fundi með flokksmönnum sínum í gær fordæma refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem sem væru ígildi fjárkúgunar og ógnuðu öllum heiminum. Nú er svo komið að vandræði Tyrkja varða ekki bara almenning í Tyrklandi heldur eru vaxandi áhyggjur af því að þær hafi neikvæð áhrif á efnahagslíf annars staðar einnig.
Donald Trump Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37