Grindhval rak á land í Grafarvogi Atli Ísleifsson og Gissur Sigurðsson skrifa 10. ágúst 2018 12:51 Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur. Það hefði mátt tíðindum sæta, en nú er komið í ljós að svo er ekki. Eins og greint hefur verið frá stendur til að flytja tvo mjalda til Vestmannaeyja frá Kína, þegar móttökumannvirki verða tilbúin og gefst Íslendingum þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá mjalda við Íslandsstrendur.En hvers kyns er nýrekni hvalurinn við Grafarvog, fyrst hann er ekki mjaldur?Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnin, segir þetta vera hvalategund sem oftast er kölluð grindhvalur, eða marsvín öðru nafni. „Þetta er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi. Mjög fræg í Færeyjum þar sem þeir hafa veitt hann í gegnum aldir og rekið á land í stórum vöðum. Hann kemur hingað á sumrin mjög reglulega og það er nokkuð algengt að við finnum þá svona í fjöru.“Vísir/VilhelmEn af hverju er hann svona hvítur?„Það er væntanlega vegna rotnunar og hann er væntanlega löngu dauður. Þá eiga þeir til að missa húðlitinn eins og þessi. Hann er dökkur yfirlitum venjulega nema svolítið hvítur á kviðinn. En þetta hræ þarna er alhvítt sem hefur kannski ruglað menn í ríminu og fengið þá til að halda að þetta sé mjaldur. En þetta er alveg greinilega grindhvalur samkvæmt líkamsbyggingunni.“Hefðu það ekki verið stór tíðindi ef þetta hefði verið mjaldur?„Jú, mjaldur er náttúrulega tegund sem er heimskautahvalur og á sitt búsvæði í kringum ísröndina fyrir norðan okkur. Hann er við Grænland, Kanada, Síberíu og þar en að vísu sést hann einstaka sinnum, ráfar einn og einn hingað suður eftir,“ sagði Gísli víkingsson hvalasérfræðingur.Vísir/Vilhelm Vísindi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur. Það hefði mátt tíðindum sæta, en nú er komið í ljós að svo er ekki. Eins og greint hefur verið frá stendur til að flytja tvo mjalda til Vestmannaeyja frá Kína, þegar móttökumannvirki verða tilbúin og gefst Íslendingum þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá mjalda við Íslandsstrendur.En hvers kyns er nýrekni hvalurinn við Grafarvog, fyrst hann er ekki mjaldur?Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnin, segir þetta vera hvalategund sem oftast er kölluð grindhvalur, eða marsvín öðru nafni. „Þetta er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi. Mjög fræg í Færeyjum þar sem þeir hafa veitt hann í gegnum aldir og rekið á land í stórum vöðum. Hann kemur hingað á sumrin mjög reglulega og það er nokkuð algengt að við finnum þá svona í fjöru.“Vísir/VilhelmEn af hverju er hann svona hvítur?„Það er væntanlega vegna rotnunar og hann er væntanlega löngu dauður. Þá eiga þeir til að missa húðlitinn eins og þessi. Hann er dökkur yfirlitum venjulega nema svolítið hvítur á kviðinn. En þetta hræ þarna er alhvítt sem hefur kannski ruglað menn í ríminu og fengið þá til að halda að þetta sé mjaldur. En þetta er alveg greinilega grindhvalur samkvæmt líkamsbyggingunni.“Hefðu það ekki verið stór tíðindi ef þetta hefði verið mjaldur?„Jú, mjaldur er náttúrulega tegund sem er heimskautahvalur og á sitt búsvæði í kringum ísröndina fyrir norðan okkur. Hann er við Grænland, Kanada, Síberíu og þar en að vísu sést hann einstaka sinnum, ráfar einn og einn hingað suður eftir,“ sagði Gísli víkingsson hvalasérfræðingur.Vísir/Vilhelm
Vísindi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira