New York Times fjallar ítarlega um vanda lundans við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2018 11:45 Af hverju er lundinn að hverfa? Það er djúpt á svarinu segir í fyrirsögn New York Times. Mynd/NYT Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér. Loftslagsmál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér.
Loftslagsmál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira