New York Times fjallar ítarlega um vanda lundans við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2018 11:45 Af hverju er lundinn að hverfa? Það er djúpt á svarinu segir í fyrirsögn New York Times. Mynd/NYT Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér. Loftslagsmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér.
Loftslagsmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira