Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. Alls nam lækkunin rúmlega 20 prósentum þegar markaðir höfðu verið opnir í klukkustund. Ekki er þó um mikil viðskipti að ræða, en þau nema um 37 milljónum króna.
Greint var frá því í gær að Björgólfur Jóhannsson hafi sagt upp störfum sem forstjóri félagsins. Hann tók ákvörðunin eftir að Icelandair Group lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.
Ekki eru nema rúm 2 ár síðan að bréf í Icelandair voru metin á rúmlega 38 krónur á hlut. Hlutabréfverð í félaginu er nú 6,6 krónur.
Mikið er um lækkanir í Kauphöllinni þennan morguninn, þó engin sé jafn skörp og hjá Icelandair. Þannig hafa hlutabréf í Sjóvá lækkað um rúm 3 prósent og bréf í öðru tryggingafélagi, TM, hafa að sama skapi lækkað um tæplega 3 prósent.
Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent

Tengdar fréttir

Björgólfur hættur hjá Icelandair
Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld.