Björgólfur hættur hjá Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 20:54 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. Vísir/Vilhelm Björgólfur Jóhannsson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group upp. Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. Í tilkynningu sagði hann ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun taka tímabundið við stöðunni þar til stjórnin finnur nýjan forstjóra. Í áðurnefndri tilkynningu segir að helst megi rekja lægri tekjur ársins en spáð hafði verið til tveggja ástæðna. Við gerð afkomuspárinnar hafi verið gert ráð fyrir því að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka. Það hefur ekki gerst og er nú talið að það muni gerast á næsta ári. Þá hafi innleiðing breytinga sem gerðar voru í byrjun sumars 2017 á sölu- og markaðsstarfi félagsins ekki gengið nægilega vel fyrir sig og breytingar á leiðarkerfi félagsins í byrjun þessa árs hafi valdið misvægi á milli framboðs fluga til Evópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. Vegna þessa hafi spálíkön ekki virkað sem skyldi. „Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi forstjóra Icelandair Group. Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem forstjóri félagsins,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Undanfarin rúm tíu ár hafa verið allt í senn; gefandi, krefjandi og lærdómsrík. Við höfum farið í gegnum efnahagshrun og eldgos og tekist á við mikinn vöxt á stuttum tíma. Flugrekstur er í eðli sínu sveiflukenndur. Við höfum notið mikillar velgengni en einnig tekist á við krefjandi tíma. Það er á stundum sem þessum sem reynir á fyrirtæki og starfsfólk og við höfum séð á undanförnum árum hvílíkir kraftar leysast úr læðingi hjá félaginu þegar reynir á. Fyrir þeim krafti hef ég fundið sterkt á undanförnum vikum eftir að við brugðumst við fyrrnefndum vandamálum. Ég er stoltur af því sem hefur áorkast undanfarin ár og þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fólki. Framtíð Icelandair Group er að mínu mati björt; félagið er fjárhagslega sterkt, með framúrskarandi starfsfólk og með góða stöðu á mörkuðum. Ég þakka samstarfsfólki og stjórn fyrir frábært samstarf sem aldrei hefur borið skugga á.“ Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group upp. Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. Í tilkynningu sagði hann ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun taka tímabundið við stöðunni þar til stjórnin finnur nýjan forstjóra. Í áðurnefndri tilkynningu segir að helst megi rekja lægri tekjur ársins en spáð hafði verið til tveggja ástæðna. Við gerð afkomuspárinnar hafi verið gert ráð fyrir því að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka. Það hefur ekki gerst og er nú talið að það muni gerast á næsta ári. Þá hafi innleiðing breytinga sem gerðar voru í byrjun sumars 2017 á sölu- og markaðsstarfi félagsins ekki gengið nægilega vel fyrir sig og breytingar á leiðarkerfi félagsins í byrjun þessa árs hafi valdið misvægi á milli framboðs fluga til Evópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. Vegna þessa hafi spálíkön ekki virkað sem skyldi. „Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi forstjóra Icelandair Group. Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem forstjóri félagsins,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Undanfarin rúm tíu ár hafa verið allt í senn; gefandi, krefjandi og lærdómsrík. Við höfum farið í gegnum efnahagshrun og eldgos og tekist á við mikinn vöxt á stuttum tíma. Flugrekstur er í eðli sínu sveiflukenndur. Við höfum notið mikillar velgengni en einnig tekist á við krefjandi tíma. Það er á stundum sem þessum sem reynir á fyrirtæki og starfsfólk og við höfum séð á undanförnum árum hvílíkir kraftar leysast úr læðingi hjá félaginu þegar reynir á. Fyrir þeim krafti hef ég fundið sterkt á undanförnum vikum eftir að við brugðumst við fyrrnefndum vandamálum. Ég er stoltur af því sem hefur áorkast undanfarin ár og þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fólki. Framtíð Icelandair Group er að mínu mati björt; félagið er fjárhagslega sterkt, með framúrskarandi starfsfólk og með góða stöðu á mörkuðum. Ég þakka samstarfsfólki og stjórn fyrir frábært samstarf sem aldrei hefur borið skugga á.“
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira