Við getum unnið Þýskaland Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 08:30 Sigríður Lára eltist við frönsku landsliðskonuna Élodie Thomis í leik á EM en annað eins verkefni bíður stelpnanna á laugardaginn. fréttablaðið/getty Eyjamærin Sigríður Lára Garðarsdóttir mætir full sjálfstrausts til æfinga í dag þegar íslenska kvennalandsliðið hefur undirbúning fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Hún samdi nýlega við norska stórveldið Lilleström sem stefnir hraðbyri að fimmta meistaratitlinum í röð. Var Sigríður búin að leika fyrir ÍBV allan sinn feril en fær nú að spreyta sig í atvinnumennsku. „Hingað til hefur allt gengið vel, æfingarnar hafa gengið vel og ég er hægt og rólega að komast inn í allt saman. Ég er að fara í mjög gott lið sem er að berjast um titla og er að venjast hraðanum,“ sagði Sigríður sem ræddi við tvo fyrrverandi þjálfara liðsins um félagið. „Ég ræddi við Sigga Ragga og Írisi Björk sem hafa þjálfað hérna og það hjálpaði mikið. Svo ræddi ég við eina norska stelpu sem ég þekkti og það mæltu allir með þessu félagi.“ Henni stóðu til boða tvö félög í Noregi og eitt í Svíþjóð. „Þetta kom skyndilega upp að Lilleström, eitt annað félag í Noregi og lið sem er í botnbaráttu í Svíþjóð höfðu áhuga. Þetta verkefni fannst mér mest spennandi og á sama tíma krefjandi, að fá að æfa með frábærum leikmönnum og fá meiri samkeppni,“ sagði Sigríður og hélt áfram: „Þetta er áskorun og ég kem út til að bæta mig sem leikmaður. Það var efst á lista hjá mér að fara í hærra tempó og komast út úr þægindarammanum sem ég hafði í Eyjum þar sem ég var örugg með sæti mitt í liðinu. Þegar ég byrjaði að spila með landsliðinu fékk ég smjörþefinn af því hvað margar stelpur eru að æfa á háu gæðastigi þótt ÍBV hafi reynst mér vel og ég hafi ekkert nema gott um félagið og þjálfarana að segja.“ Hún skrifaði undir samning út þetta tímabil. „Við sömdum út þetta tímabil og svo tökum við stöðuna eftir þetta tímabil. Þá verð ég búin að sjá hvernig þetta allt hefur gengið.“Komin mikil spenna Sigríður var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lilleström í deildinni í gær í sannfærandi 5-1 sigri á Kolbotn. Hún átti svo flug í gær heim til Íslands og hefur æfingar með landsliðinu í dag fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Íslenska liðið hefur örlögin í eigin höndum fyrir leikinn, með sigri komast þær í lokakeppni HM en með jafntefli þurfa þær að vinna Tékka í lokaumferðinni. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin ansi spennt fyrir þessum leik. Í aðdragandanum rifjaði maður upp að við unnum Þýskaland úti og það er alveg hægt aftur.“ Gera má ráð fyrir að íslenska liðið nálgist leikinn varfærnislega. „Þetta er eitt sterkasta lið heims með svakalega leikmenn innanborðs en vonandi fær maður tækifærið. Það kemur í ljós á æfingunum þar sem maður þarf að standa sig. Það verður gaman að koma til móts við stelpurnar og hefja undirbúninginn.“Hætti við á síðustu stundu Sigríður Lára var skráð í Reykjavíkurmaraþonið í ár og ætlaði að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Styrktarsjóðs gigtveikra barna. Tókst vel að safna áheitum en stuttu fyrir hlaup skrifaði hún undir í Noregi. „Ég hljóp það ekki, því miður,“ sagði Sigríður hlæjandi og hélt áfram: „Ég ætlaði að hlaupa en tilboðið frá Lilleström var nýkomið og ég hætti við. Lilleström ætlaði ekki að koma í veg fyrir að ég myndi hlaupa en ég ákvað að fara strax út.“ Sigríður Lára kaus þetta málefni þar sem hún greindist sjálf með gigt á síðasta ári. „Ég greindist með gigt í byrjun árs og ég kaus þetta styrktarfélag. Ég vildi aðstoða þau við starf sitt og minna á að það er líka ungt fólk sem fær gigt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Eyjamærin Sigríður Lára Garðarsdóttir mætir full sjálfstrausts til æfinga í dag þegar íslenska kvennalandsliðið hefur undirbúning fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Hún samdi nýlega við norska stórveldið Lilleström sem stefnir hraðbyri að fimmta meistaratitlinum í röð. Var Sigríður búin að leika fyrir ÍBV allan sinn feril en fær nú að spreyta sig í atvinnumennsku. „Hingað til hefur allt gengið vel, æfingarnar hafa gengið vel og ég er hægt og rólega að komast inn í allt saman. Ég er að fara í mjög gott lið sem er að berjast um titla og er að venjast hraðanum,“ sagði Sigríður sem ræddi við tvo fyrrverandi þjálfara liðsins um félagið. „Ég ræddi við Sigga Ragga og Írisi Björk sem hafa þjálfað hérna og það hjálpaði mikið. Svo ræddi ég við eina norska stelpu sem ég þekkti og það mæltu allir með þessu félagi.“ Henni stóðu til boða tvö félög í Noregi og eitt í Svíþjóð. „Þetta kom skyndilega upp að Lilleström, eitt annað félag í Noregi og lið sem er í botnbaráttu í Svíþjóð höfðu áhuga. Þetta verkefni fannst mér mest spennandi og á sama tíma krefjandi, að fá að æfa með frábærum leikmönnum og fá meiri samkeppni,“ sagði Sigríður og hélt áfram: „Þetta er áskorun og ég kem út til að bæta mig sem leikmaður. Það var efst á lista hjá mér að fara í hærra tempó og komast út úr þægindarammanum sem ég hafði í Eyjum þar sem ég var örugg með sæti mitt í liðinu. Þegar ég byrjaði að spila með landsliðinu fékk ég smjörþefinn af því hvað margar stelpur eru að æfa á háu gæðastigi þótt ÍBV hafi reynst mér vel og ég hafi ekkert nema gott um félagið og þjálfarana að segja.“ Hún skrifaði undir samning út þetta tímabil. „Við sömdum út þetta tímabil og svo tökum við stöðuna eftir þetta tímabil. Þá verð ég búin að sjá hvernig þetta allt hefur gengið.“Komin mikil spenna Sigríður var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lilleström í deildinni í gær í sannfærandi 5-1 sigri á Kolbotn. Hún átti svo flug í gær heim til Íslands og hefur æfingar með landsliðinu í dag fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Íslenska liðið hefur örlögin í eigin höndum fyrir leikinn, með sigri komast þær í lokakeppni HM en með jafntefli þurfa þær að vinna Tékka í lokaumferðinni. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin ansi spennt fyrir þessum leik. Í aðdragandanum rifjaði maður upp að við unnum Þýskaland úti og það er alveg hægt aftur.“ Gera má ráð fyrir að íslenska liðið nálgist leikinn varfærnislega. „Þetta er eitt sterkasta lið heims með svakalega leikmenn innanborðs en vonandi fær maður tækifærið. Það kemur í ljós á æfingunum þar sem maður þarf að standa sig. Það verður gaman að koma til móts við stelpurnar og hefja undirbúninginn.“Hætti við á síðustu stundu Sigríður Lára var skráð í Reykjavíkurmaraþonið í ár og ætlaði að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Styrktarsjóðs gigtveikra barna. Tókst vel að safna áheitum en stuttu fyrir hlaup skrifaði hún undir í Noregi. „Ég hljóp það ekki, því miður,“ sagði Sigríður hlæjandi og hélt áfram: „Ég ætlaði að hlaupa en tilboðið frá Lilleström var nýkomið og ég hætti við. Lilleström ætlaði ekki að koma í veg fyrir að ég myndi hlaupa en ég ákvað að fara strax út.“ Sigríður Lára kaus þetta málefni þar sem hún greindist sjálf með gigt á síðasta ári. „Ég greindist með gigt í byrjun árs og ég kaus þetta styrktarfélag. Ég vildi aðstoða þau við starf sitt og minna á að það er líka ungt fólk sem fær gigt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira