Milljarðs króna gestastofa tekin í notkun á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2018 19:30 Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira