Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 14:23 Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. „Það er mjög óvenjulegt að þetta verði svona kraftmikið og ég man í svipinn ekki eftir öðru eins tilviki á Íslandi,“ segir Elín. Vissulega þekkist það að skýstrókar myndist hér á landi en það er mjög óvanalegt að þeir valdi eins mikilli eyðileggingu og skemmdum og raun bar vitni í gær. Heilu þakplöturnar feyktust af húsum og stór jeppi með áfasta kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrókar riðu yfir bæinn.En hvernig myndast svona skýstrókur og við hvaða aðstæður?„Þeir myndast þegar það er mjög óstöðugt andrúmsloft,“ segir Elín. Þá geti komið stórir skúraklakkar með gríðarlegri úrkomu í skamma stund. Hún segir að stundum fylgi þeim haglél, þrumur og eldingar. Þetta geti gerst þegar þessi ský fá að þroskast og sækja í sig orku. Frá yfirborðinu rísi hlýtt loft á móti köldu lofti í efri lögunum og þá geti hvirflar myndast. Eftir því sem andstæðurnar eru skarpari þegar loftið mætist geta myndast ranaský. „Þegar þessi rani nær að snerta jörðu þá erum við komin með skýstrók,“ líkt og þann sem heimilisfólkið á bænum Norðurhjáleigu fékk að kynnast í gær. „Við höfum fregnir af því á hverju ári um að það komi svona ranaský ofan úr svona fallegum skúraklökkum,“ segir Elín. Það sé til dæmis vel þekkt að hey hvirflist á túnum, það séu smækkaðar útgáfur af skýstróki. Elín segir að ástæðan fyrir því að skýstrókarnir sem riðu yfir í gær voru svona kraftmiklir sé sú að það hafi verið óvenjulegu mikill kuldapollur í háloftunum yfir Íslandi í gær. „Ef þessi háloftakuldapollur hefði ekki verið til staðar þá hefði þetta líklega aldrei náð þessum krafti.“Heilu þakplöturnar feyktust af húsum á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær.Sæunn KáradóttirAðspurð hvort kraftur skýstrókanna geti tengst loftslagsbreytingum svarar Elín neitandi. „Einu skýstrókarnir sem við vitum að eru raunverulega tengdir loftslagsbreytingum eru þeir skýstrókar sem myndast inni í veggjum öflugra fellibylja þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því að þetta aukist á Íslandi,“ segir Elín hughreystandi. Elín ætlar í vettvangsferð ásamt samstarfsfólki sínu til að rannsaka tilvik gærdagsins nánar. „Við ætlum að greina og skoða hvort hægt sé að sjá rás aftur. Það getur sagt okkur svolítið um kraftinn og mögulega vindhraðann.“ Elín segir að það sé hægt að læra af skýstrókunum sem riðu yfir í gær. „Nú getum við farið að skoða hvort við getum gert betur í að spá fyrir um svona,“ segir Elín sem bætir við að það sé mikill fengur ef veðurfræðingar gætu varað við skýstrókum, sér í lagi, á þessum skala en hún tekur það fram að þeir séu erfiðir viðfangs og oft erfitt að spá fyrir um þá. „Til dæmis í Bandaríkjunum, þegar svona skýstrókar gerast mjög víða og mjög oft, þá telst mjög gott að fá fimmtán mínútna viðvörun en samt er búið að eyða síðustu fimmtíu árum í rannsóknir.“ Tengdar fréttir Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. „Það er mjög óvenjulegt að þetta verði svona kraftmikið og ég man í svipinn ekki eftir öðru eins tilviki á Íslandi,“ segir Elín. Vissulega þekkist það að skýstrókar myndist hér á landi en það er mjög óvanalegt að þeir valdi eins mikilli eyðileggingu og skemmdum og raun bar vitni í gær. Heilu þakplöturnar feyktust af húsum og stór jeppi með áfasta kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrókar riðu yfir bæinn.En hvernig myndast svona skýstrókur og við hvaða aðstæður?„Þeir myndast þegar það er mjög óstöðugt andrúmsloft,“ segir Elín. Þá geti komið stórir skúraklakkar með gríðarlegri úrkomu í skamma stund. Hún segir að stundum fylgi þeim haglél, þrumur og eldingar. Þetta geti gerst þegar þessi ský fá að þroskast og sækja í sig orku. Frá yfirborðinu rísi hlýtt loft á móti köldu lofti í efri lögunum og þá geti hvirflar myndast. Eftir því sem andstæðurnar eru skarpari þegar loftið mætist geta myndast ranaský. „Þegar þessi rani nær að snerta jörðu þá erum við komin með skýstrók,“ líkt og þann sem heimilisfólkið á bænum Norðurhjáleigu fékk að kynnast í gær. „Við höfum fregnir af því á hverju ári um að það komi svona ranaský ofan úr svona fallegum skúraklökkum,“ segir Elín. Það sé til dæmis vel þekkt að hey hvirflist á túnum, það séu smækkaðar útgáfur af skýstróki. Elín segir að ástæðan fyrir því að skýstrókarnir sem riðu yfir í gær voru svona kraftmiklir sé sú að það hafi verið óvenjulegu mikill kuldapollur í háloftunum yfir Íslandi í gær. „Ef þessi háloftakuldapollur hefði ekki verið til staðar þá hefði þetta líklega aldrei náð þessum krafti.“Heilu þakplöturnar feyktust af húsum á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær.Sæunn KáradóttirAðspurð hvort kraftur skýstrókanna geti tengst loftslagsbreytingum svarar Elín neitandi. „Einu skýstrókarnir sem við vitum að eru raunverulega tengdir loftslagsbreytingum eru þeir skýstrókar sem myndast inni í veggjum öflugra fellibylja þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því að þetta aukist á Íslandi,“ segir Elín hughreystandi. Elín ætlar í vettvangsferð ásamt samstarfsfólki sínu til að rannsaka tilvik gærdagsins nánar. „Við ætlum að greina og skoða hvort hægt sé að sjá rás aftur. Það getur sagt okkur svolítið um kraftinn og mögulega vindhraðann.“ Elín segir að það sé hægt að læra af skýstrókunum sem riðu yfir í gær. „Nú getum við farið að skoða hvort við getum gert betur í að spá fyrir um svona,“ segir Elín sem bætir við að það sé mikill fengur ef veðurfræðingar gætu varað við skýstrókum, sér í lagi, á þessum skala en hún tekur það fram að þeir séu erfiðir viðfangs og oft erfitt að spá fyrir um þá. „Til dæmis í Bandaríkjunum, þegar svona skýstrókar gerast mjög víða og mjög oft, þá telst mjög gott að fá fimmtán mínútna viðvörun en samt er búið að eyða síðustu fimmtíu árum í rannsóknir.“
Tengdar fréttir Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36