Þekkir helling af fuglum 25. ágúst 2018 08:45 Það er stutt út í ósnortna náttúru á Flateyri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira