Nágrannar kæra húsaþyrpingu og hótelbyggingu í Heysholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. ágúst 2018 07:30 Hótel Landborgir og frístundahúsabyggð í hönnun Arkís arkitekta eins og hún er lögð fram í kynningargögnum. Deilt er um skipulagið. Arkís Arkitektar Eigendur jarða sem liggja að Heysholti í Rangárþingi ytra hafa kært deiliskipulag sem sveitarstjórnin samþykkti og heimilar byggingu hótels og frístundahúsa í Heysholti. Í kæru eigenda fimm jarða til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að gert sé ráð fyrir byggingu þriggja hæða, 90 herbergja hótels auk um 40 frístundahúsa „í miðju sveitahéraði,“ eins og það er orðað. Fjöldi gesta geti orðið allt að 448 og við bætist svo starfsmenn. Rangárþing ytra hafi ekki kynnt skipulagsbreytinguna samkvæmt reglum. „Landeigendur sem eiga land að nýja skipulagsreitnum (Heimaland, Þúfa, Lækjarbotnar og Flagbjarnarholt) sem og aðrir nágrannar höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi fyrr en búið var að samþykkja skipulagið með verulegum breytingum frá upphaflegu plani þar sem stærð, umfang og hæð bygginga var komin fram úr öllu hófi. Það er ljóst að áhrifasvæði hinna fyrirhuguðu mannvirkja nær langt út fyrir Heysholtsreitinn og því hefði átt að upplýsa og ræða við nágranna,“ segir í kærunni. Þá segja kærendurnir umhugsunarvert að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við fjölmörgum ábendingum frá Umhverfisstofnun. Sú umsögn hafi verið rituð þegar deiliskipulagstillagan miðaði við að hótelið yrði tvær hæðir. „Í staðinn samþykkir sveitarfélagið að skipulagið þróist í öfuga átt þar sem meðal annars meira byggingarmagn er leyft, hótelbygging hækkuð í þrjár hæðir og umfang fyrirhugaðrar starfsemi aukin með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Byggingarnar verða staðsettar nálægt viðkvæmu votlendi og var sérstaklega bent á mikilvægi verndunar þess í umsögn Umhverfisstofnunar,“ segja kærendurnir. Garðar G. Gíslason, lögmaður eigenda Heysholts, segir í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að sveitarstjórnin beri ábyrgð á deiliskipulaginu. Þrjátíu daga kærufrestur hafi verið runninn út þegar kæran barst og því beri að vísa henni frá. Í tölvupósti til Rangárþings ytra gerir Garðar því skóna að nágrannarnir hafi lagt fram kæru til úrskurðarnefndarinnar að áeggjan sveitarfélagsins. „Umbjóðendur mínir furða sig á og eru ansi hreint óhressir með að sveitarfélagið sýnist hafa lagt að kærendum í málinu að kanna möguleika á því að skjóta málinu til nefndarinnar,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður jarðeigendurna vænta þess að sveitarfélagið grípi til varna í málinu enda sé það hlutverk þess en ekki eigendanna. Skipulagsnefnd Rangárþings hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að auglýsingu og tekur undir með lögmanni eigenda Heysholts um að kærufrestur hafi verið liðinn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Eigendur jarða sem liggja að Heysholti í Rangárþingi ytra hafa kært deiliskipulag sem sveitarstjórnin samþykkti og heimilar byggingu hótels og frístundahúsa í Heysholti. Í kæru eigenda fimm jarða til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að gert sé ráð fyrir byggingu þriggja hæða, 90 herbergja hótels auk um 40 frístundahúsa „í miðju sveitahéraði,“ eins og það er orðað. Fjöldi gesta geti orðið allt að 448 og við bætist svo starfsmenn. Rangárþing ytra hafi ekki kynnt skipulagsbreytinguna samkvæmt reglum. „Landeigendur sem eiga land að nýja skipulagsreitnum (Heimaland, Þúfa, Lækjarbotnar og Flagbjarnarholt) sem og aðrir nágrannar höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi fyrr en búið var að samþykkja skipulagið með verulegum breytingum frá upphaflegu plani þar sem stærð, umfang og hæð bygginga var komin fram úr öllu hófi. Það er ljóst að áhrifasvæði hinna fyrirhuguðu mannvirkja nær langt út fyrir Heysholtsreitinn og því hefði átt að upplýsa og ræða við nágranna,“ segir í kærunni. Þá segja kærendurnir umhugsunarvert að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við fjölmörgum ábendingum frá Umhverfisstofnun. Sú umsögn hafi verið rituð þegar deiliskipulagstillagan miðaði við að hótelið yrði tvær hæðir. „Í staðinn samþykkir sveitarfélagið að skipulagið þróist í öfuga átt þar sem meðal annars meira byggingarmagn er leyft, hótelbygging hækkuð í þrjár hæðir og umfang fyrirhugaðrar starfsemi aukin með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Byggingarnar verða staðsettar nálægt viðkvæmu votlendi og var sérstaklega bent á mikilvægi verndunar þess í umsögn Umhverfisstofnunar,“ segja kærendurnir. Garðar G. Gíslason, lögmaður eigenda Heysholts, segir í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að sveitarstjórnin beri ábyrgð á deiliskipulaginu. Þrjátíu daga kærufrestur hafi verið runninn út þegar kæran barst og því beri að vísa henni frá. Í tölvupósti til Rangárþings ytra gerir Garðar því skóna að nágrannarnir hafi lagt fram kæru til úrskurðarnefndarinnar að áeggjan sveitarfélagsins. „Umbjóðendur mínir furða sig á og eru ansi hreint óhressir með að sveitarfélagið sýnist hafa lagt að kærendum í málinu að kanna möguleika á því að skjóta málinu til nefndarinnar,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður jarðeigendurna vænta þess að sveitarfélagið grípi til varna í málinu enda sé það hlutverk þess en ekki eigendanna. Skipulagsnefnd Rangárþings hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að auglýsingu og tekur undir með lögmanni eigenda Heysholts um að kærufrestur hafi verið liðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira