Ekkert að sækja Hörður Ægisson skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara. Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi. Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist. Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag. Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara. Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi. Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist. Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag. Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun