Fríar skólamáltíðir of stór biti fyrir Reykjavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Ókeypis skólamáltíðir eru sagðar mundu kosta skólasvið Reykjavíkurborgar nærri tvo milljarða króna á ári. Fréttablaðið/Anton Brink Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór„Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístundasviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjaldslausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmálanum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vettvangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skólamáltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór„Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístundasviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjaldslausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmálanum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vettvangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skólamáltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira