Stefnir á að vera innan við 100 klukkustundir Benedikt Bóas skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Eiríkur Ingi segir að það skipti öllu máli að vera með góða styrktaraðila með sér í þessu ævintýri til að hugurinn sé rólegri. Hann er með marga góða með sér í liði en þeir mættu vera fleiri svo draumurinn um að mæta Strasser í Bandaríkjunum á næsta ári geti ræst. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er að fara út til að vinna. Auðvitað er fyrsta markmið að klára en ég fer út til að vinna og að slá brautarmetið,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, hjólreiðagarpur með meiru. Eiríkur er að fara á morgun til Írlands að keppa í Race Around Ireland sem er rúmlega 2.200 kílómetra leið. Hann ætlar sér að verða innan við 100 klukkutíma að fara þennan hring. Brautarmetið á sjálfur Christoph Strasser, margfaldur heimsmeistari í ofurmaraþonum hjólreiðanna. Hann hefur meðal annars unnið Race Across America fimm sinnum. Strasser kom í mark árið 2013 á 93 klukkustundum og 16 mínútum og var með meðalhraða upp á 23,69 km/klst. Það met ætlar Eiríkur að slá. „Ég er ekki í besta formi heims. En það gekk vel í WOW í sumar en þetta fer eftir veðri og hvernig maður kemst í gang. Markmiðið er allavega að koma fyrstur í mark.“Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothon í ár. Fréttablaðið/Hanna„Ég fór í fyrra í þessa keppni og þá var ég í engu formi og var illa sofinn áður en ég lagði af stað. Í fyrra vildi ég klára og ná í reynslu og var ekkert stressaður með hvar ég endaði. Liðið mitt er að fara núna á tveimur bílum í staðinn fyrir að vera á einum eins og síðast. Það var í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem einhver hefur klárað með því að vera með lið í einum bíl enda ekkert grín að vera í bíl í fimm daga.“ Þess má geta að Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothoni í sumar um sex klukkustundir. „Núna er lítið um æfingar, bara að teygja og liðka sig og ná bólgum út. Svo er verið að græja ljós til að rata í myrkrinu og að ég haldist betur vakandi á nóttunni. Það verður í fyrsta skipti sem ég prófa það.“Eins og áður segir er Christoph Strasser kóngurinn í þessum ofurhjólreiðum og vill Eiríkur mæta honum á næsta ári í Race Across America. „Ég á nóg inni. Ég er þungur, þarf að létta mig og þá er ég farinn að hjóla hraðar og ég er ekki búinn að toppa mig – langt frá því. Hann er búinn að vinna Ameríkuhjólreiðarnar fimm sinnum og ætlar að ná í sjötta titilinn á næsta ári og ég veit að hann mun verða í besta formi lífs síns. Hann hefur ekki haft neina samkeppni í ár og ég vona að það verði ég sem veiti honum hana. Það er markmiðið.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Eiríks hér. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
„Ég er að fara út til að vinna. Auðvitað er fyrsta markmið að klára en ég fer út til að vinna og að slá brautarmetið,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, hjólreiðagarpur með meiru. Eiríkur er að fara á morgun til Írlands að keppa í Race Around Ireland sem er rúmlega 2.200 kílómetra leið. Hann ætlar sér að verða innan við 100 klukkutíma að fara þennan hring. Brautarmetið á sjálfur Christoph Strasser, margfaldur heimsmeistari í ofurmaraþonum hjólreiðanna. Hann hefur meðal annars unnið Race Across America fimm sinnum. Strasser kom í mark árið 2013 á 93 klukkustundum og 16 mínútum og var með meðalhraða upp á 23,69 km/klst. Það met ætlar Eiríkur að slá. „Ég er ekki í besta formi heims. En það gekk vel í WOW í sumar en þetta fer eftir veðri og hvernig maður kemst í gang. Markmiðið er allavega að koma fyrstur í mark.“Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothon í ár. Fréttablaðið/Hanna„Ég fór í fyrra í þessa keppni og þá var ég í engu formi og var illa sofinn áður en ég lagði af stað. Í fyrra vildi ég klára og ná í reynslu og var ekkert stressaður með hvar ég endaði. Liðið mitt er að fara núna á tveimur bílum í staðinn fyrir að vera á einum eins og síðast. Það var í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem einhver hefur klárað með því að vera með lið í einum bíl enda ekkert grín að vera í bíl í fimm daga.“ Þess má geta að Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothoni í sumar um sex klukkustundir. „Núna er lítið um æfingar, bara að teygja og liðka sig og ná bólgum út. Svo er verið að græja ljós til að rata í myrkrinu og að ég haldist betur vakandi á nóttunni. Það verður í fyrsta skipti sem ég prófa það.“Eins og áður segir er Christoph Strasser kóngurinn í þessum ofurhjólreiðum og vill Eiríkur mæta honum á næsta ári í Race Across America. „Ég á nóg inni. Ég er þungur, þarf að létta mig og þá er ég farinn að hjóla hraðar og ég er ekki búinn að toppa mig – langt frá því. Hann er búinn að vinna Ameríkuhjólreiðarnar fimm sinnum og ætlar að ná í sjötta titilinn á næsta ári og ég veit að hann mun verða í besta formi lífs síns. Hann hefur ekki haft neina samkeppni í ár og ég vona að það verði ég sem veiti honum hana. Það er markmiðið.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Eiríks hér.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira