500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2018 09:00 Sveitarfélagið Árborg borgaði verkfræðiskrifstofu hálfan milljarð króna í verkfræðiþjónustu árin 2013 – 2017. Vísir/Eyþór Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30