Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Stefán Karl Stefánsson leikari er fallinn frá. Fréttablaðið/Andri Marinó Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15