Myndin er eins og barn sem farið er að heiman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 13:00 Ása Helga Hjörleifsdóttir gerir það gott. Fréttablaðið/ernir Hún situr í New York sólinni þegar ég hringi, hún Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndaleikstjóri. Þangað fór hún til að vera á frumsýningu Svansins, hinnar margverðlaunuðu myndar sinnar sem hefur flogið víða um heim síðasta árið á kvikmyndahátíðir og er nú komin í almennar sýningar þar vestra. Slík velgengni hlotnast íslenskum kvikmyndum ekki á hverjum degi, svo tilefni er til viðtals við leikstjórann. En ég er ekki sú eina sem er á þeim buxunum því Ása Helga er á leið í annað viðtal í New York um leið og þessu sleppir. „Það er mikið að gera í kringum Svaninn, bæði viðtöl við fjölmiðla og einnig eru strax byrjaðir að streyma inn dómar. Það kom mér á óvart að dómar birtast á undan frumsýningu hér,“ segir hún og nefnir sem dæmi jákvæða dóma sem birtust nýlega í kvikmyndatímaritinu rogerebert.com og í Village Voice, sem er víðlesið og rótgróið blað í borginni og þekkt fyrir góða menningarumfjöllun. Ása Helga kann vel við sig í heimsborginni enda hagvön þar. „Ég lærði kvikmyndagerð hér í New York og byrjaði að skrifa handritið að Svaninum meðan ég var í náminu þannig að það er sérstaklega skemmtilegt fyrir mig að koma eiginlega „með myndina aftur heim“,“ segir hún. Um komandi helgi verður Svanurinn einnig tekinn til almennra sýninga í mekka kvikmyndanna, Los Angeles. Ása Helga er að vonum ánægð. „Það var auðvitað langþráður draumur okkar sem stöndum að Svaninum að hann yrði sýndur í þessum tveimur stórborgum sem eru báðar miklir suðupottar hvað varðar kvikmyndir. Það er alls ekki sjálfgefið að komast þar að en miðað við umtalið um Svaninn og áhugann sem honum er sýndur þá er svo sannarlega mikill markaður fyrir svona mynd í þessum borgum.“ Nú bið ég Ásu Helgu að rifja aðeins upp það ferðalag sem Svanurinn á að baki. Veit að hún hefur ferðast milli ótal kvikmyndahátíða í heiminum og hlotið mörg verðlaun. „Já, þetta hefur verið mikið ævintýri. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Torontó í september í fyrra og hreyfði strax við áhorfendum. Síðan hefur hún fengið fern alþjóðleg verðlaun. Þau fyrstu á alþjóðlegu kvikmynda hátíðinni í Kolkata á Indlandi, en fjárhagslega eru það ein stærstu verðlaun sem veitt eru í þessum bransa og breyttu miklu fyrir mig. Myndin var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Kaíró og síðan fékk hún heiðursverðlaun dómnefndar bæði í Santa Barbara í Kaliforníu og á Skip City, einni stærstu kvik mynda hátíð í Jap an sem haldin var í síðasta mánuði.“ Ása Helga segir hátíðarúntinn frábæran til að skapa orðspor fyrir myndir en að lokamarkmiðið sé auðvitað alltaf að þær fari í almennar sýningar. „Auk Íslands hefur Svanurinn verið sýndur í bíóhúsum í nokkrum Evrópulöndum og Kína. En nú er það Ameríka, það er stærsti sigurinn, bæði fyrir myndina og mig persónulega, enda er ég með annan fótinn í New York hvað vinnu varðar. Ég er að þróa tvær nýjar myndir núna, önnur þeirra er íslensk og hin er amerísk, og ég er einmitt líka að funda út af þeirri mynd hér í New York. Hvenær þessar myndir fara á hvíta tjaldið veit ég ekki. Það fer eftir ýmsu, meðal annars styrkjum, hvenær peningar koma inn fyrir hvora mynd fyrir sig.“ Ekki vill Ása Helga gefa of mikið upp um hinar væntanlegu myndir. „En auðvitað er það Svanurinn sem leiddi mig inn í þessi tvö nýju atvinnutækifæri,“ tekur hún fram. Það sem stendur upp úr á þessari heimsreisu Svansins, sem er engan veginn lokið, er að sjá og finna hversu vel myndin nær til fólks, að sögn Ásu Helgu. „Þessar tilfinningar sem sagan byggir á eru svo sammannlegar og það er líka gaman að sjá hvernig myndin talar bara sínu máli núorðið, ég get ekki haft nein áhrif á hana lengur. Hún er bara eins og barn sem farið er að heiman,“ segir hún og bendir á að Svanurinn sé í sýningum í Bíói Paradís út ágústmánuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Hún situr í New York sólinni þegar ég hringi, hún Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndaleikstjóri. Þangað fór hún til að vera á frumsýningu Svansins, hinnar margverðlaunuðu myndar sinnar sem hefur flogið víða um heim síðasta árið á kvikmyndahátíðir og er nú komin í almennar sýningar þar vestra. Slík velgengni hlotnast íslenskum kvikmyndum ekki á hverjum degi, svo tilefni er til viðtals við leikstjórann. En ég er ekki sú eina sem er á þeim buxunum því Ása Helga er á leið í annað viðtal í New York um leið og þessu sleppir. „Það er mikið að gera í kringum Svaninn, bæði viðtöl við fjölmiðla og einnig eru strax byrjaðir að streyma inn dómar. Það kom mér á óvart að dómar birtast á undan frumsýningu hér,“ segir hún og nefnir sem dæmi jákvæða dóma sem birtust nýlega í kvikmyndatímaritinu rogerebert.com og í Village Voice, sem er víðlesið og rótgróið blað í borginni og þekkt fyrir góða menningarumfjöllun. Ása Helga kann vel við sig í heimsborginni enda hagvön þar. „Ég lærði kvikmyndagerð hér í New York og byrjaði að skrifa handritið að Svaninum meðan ég var í náminu þannig að það er sérstaklega skemmtilegt fyrir mig að koma eiginlega „með myndina aftur heim“,“ segir hún. Um komandi helgi verður Svanurinn einnig tekinn til almennra sýninga í mekka kvikmyndanna, Los Angeles. Ása Helga er að vonum ánægð. „Það var auðvitað langþráður draumur okkar sem stöndum að Svaninum að hann yrði sýndur í þessum tveimur stórborgum sem eru báðar miklir suðupottar hvað varðar kvikmyndir. Það er alls ekki sjálfgefið að komast þar að en miðað við umtalið um Svaninn og áhugann sem honum er sýndur þá er svo sannarlega mikill markaður fyrir svona mynd í þessum borgum.“ Nú bið ég Ásu Helgu að rifja aðeins upp það ferðalag sem Svanurinn á að baki. Veit að hún hefur ferðast milli ótal kvikmyndahátíða í heiminum og hlotið mörg verðlaun. „Já, þetta hefur verið mikið ævintýri. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Torontó í september í fyrra og hreyfði strax við áhorfendum. Síðan hefur hún fengið fern alþjóðleg verðlaun. Þau fyrstu á alþjóðlegu kvikmynda hátíðinni í Kolkata á Indlandi, en fjárhagslega eru það ein stærstu verðlaun sem veitt eru í þessum bransa og breyttu miklu fyrir mig. Myndin var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Kaíró og síðan fékk hún heiðursverðlaun dómnefndar bæði í Santa Barbara í Kaliforníu og á Skip City, einni stærstu kvik mynda hátíð í Jap an sem haldin var í síðasta mánuði.“ Ása Helga segir hátíðarúntinn frábæran til að skapa orðspor fyrir myndir en að lokamarkmiðið sé auðvitað alltaf að þær fari í almennar sýningar. „Auk Íslands hefur Svanurinn verið sýndur í bíóhúsum í nokkrum Evrópulöndum og Kína. En nú er það Ameríka, það er stærsti sigurinn, bæði fyrir myndina og mig persónulega, enda er ég með annan fótinn í New York hvað vinnu varðar. Ég er að þróa tvær nýjar myndir núna, önnur þeirra er íslensk og hin er amerísk, og ég er einmitt líka að funda út af þeirri mynd hér í New York. Hvenær þessar myndir fara á hvíta tjaldið veit ég ekki. Það fer eftir ýmsu, meðal annars styrkjum, hvenær peningar koma inn fyrir hvora mynd fyrir sig.“ Ekki vill Ása Helga gefa of mikið upp um hinar væntanlegu myndir. „En auðvitað er það Svanurinn sem leiddi mig inn í þessi tvö nýju atvinnutækifæri,“ tekur hún fram. Það sem stendur upp úr á þessari heimsreisu Svansins, sem er engan veginn lokið, er að sjá og finna hversu vel myndin nær til fólks, að sögn Ásu Helgu. „Þessar tilfinningar sem sagan byggir á eru svo sammannlegar og það er líka gaman að sjá hvernig myndin talar bara sínu máli núorðið, ég get ekki haft nein áhrif á hana lengur. Hún er bara eins og barn sem farið er að heiman,“ segir hún og bendir á að Svanurinn sé í sýningum í Bíói Paradís út ágústmánuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira