Ekkert nýmæli að kelfdar langreyðarkýr séu drepnar Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Hér liggur fóstrið á skurðarfletinum við hlið móður sinnar. Myndin var tekin síðdegis í gær. Hard to Port Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50